[Talk-is] Póstnúmer inn á kortið
Arnar Birgisson
arnarbi at gmail.com
Thu Jan 15 00:17:21 GMT 2009
2009/1/14 Ævar Arnfjörð Bjarmason <avarab at gmail.com>:
> 2009/1/14 Daníel Gunnarsson <danielgunnars at gmail.com>:
>> Var að hugsa um möguleigar leiðir til að koma póstnúmerum inn á kortið
>>
>> Inn á vefsíðu Íslandspósts er m.a. póstnúmera og gatnaskrá
>> http://www.postur.is/desktopdefault.aspx/tabid-145/
>>
>> Um notkunarskilmála segir
>> * Leyfð er ótakmörkuð gjaldfrjáls notkun á skránum bæði fyrir
>> einstaklinga og fyrirtæki.
>> * Skrárnar má fella inn í tölvukerfi til að stuðla að réttri skráningu
>> á póstnúmerum, götum og bæjarnöfnum fyrir póstáritanir og
>> heimilisföng.
>> * Óheimilt er að setja þessar skrár beinnt upp á eigin vefsíðu til
>> dreifingar, notið frekar tilvísun á þessa síðu.
>>
>> Er þetta nóg til þess að við getum notað skránna sem source fyrir póstnúmer?
>
> Ekki eins og þetta er skrifað þarna, þar sem við værum að dreifa þessu
> óháð þeim og undir leyfi sem hefur ekki þessa tilteknu skilmála.
Ég er sammála því að betra er að fá OK hjá Póstinum, en af hverju ætti
þetta ekki að vera nóg? Ótakmörkuð notkun er leyfð og skrárnar má
fella inn í tölvukerfi (OSM myndi teljast tölvukerfi). Það eina sem
ekki má er að hýsa skrárnar beint (þ.e. óbreyttar).
kv,
Arnar
More information about the Talk-is
mailing list