[Talk-is] Kort af Ásbrú, Reykjanesbæ

Ævar Arnfjörð Bjarmason avarab at gmail.com
Mon Jun 15 15:08:51 BST 2009


2009/6/14 Thorir Jonsson <thorirmar at gmail.com>:
> Já og það er rétt að taka það fram að ég hef enn ekki fengið neitt
> svar frá Óla varðandi þennan GIS gagnagrunn.

Það væri náttúrulega kjörstaða, bæði upp á nákvæmni og að fá önnur
gögn sem sjást ekki á þessu PDF skjali, t.d. húsnúmer, stíga, lóðamörk
og annað.

Af kortlagningunni á PDF-inu er það að segja að ég er búinn að rekja
svo-til allt nema það sem er við flugvöllinn. Ég bætti líka inn
landuse svæðum byggt á þeim svæðum sem voru í PDF skjalinu. Síðan
flokkaði ég þau residential/commercial/industrial eftir því hvað ég
hélt að væri þar á ferð, og notaði þá merkingar á PDF kortinu, stærð
bygginga, nálægð við skóla o.fl. til hliðsjónar, þannig þetta er
svoldið ónákvæmt eflaust.

Svo þarf að athuga margt þarna, eru t.d. þessir Háskólagarðar
virkilega það stórir að þeir ná yfir c.a. 2/5 af íbúðarhúsum þarna,
eða eru merkingarnar á PDF kortinu villandi?

En skoðið þetta endilega, bætið við meiru og lagið.


More information about the Talk-is mailing list