[Talk-is] Hæðarlínur fyrir Ísland

Ævar Arnfjörð Bjarmason avarab at gmail.com
Tue Jun 30 16:37:48 BST 2009


2009/6/30 Gunnlaugur M Einarsson <Gunnlaugur.M.Einarsson at isor.is>:
> Ég heiti Gunnlaugur Einarsson hef verið að fylgjast með umræðum á spjallvef OSM í nokkurn tíma. Ég er starfandi við landupplýsingar hér á landi, og hef m.a. komið að ýmsum birtingu ýmissa landrænna upplýsinga á vefnum. Meðal þeirra verkefna er svokölluð landgrunnsvefsjá (www.landgrunnsvefsja.is) , en þá unnum við dýptarkort og hæðargögn af landinu upp úr SRTM gögnunum. Nú þegar inniheldur gagnasafnið SRTM+ V5.0 (http://topex.ucsd.edu/WWW_html/srtm30_plus.html)  hæðarupplýsingar af landinu. Þetta eru gögn sem eru opin og má þ.a.l nota. Upplausnin er hins ekkert frábær, en myndi þó líklega nýtast til að búa til 100m hæðarlínur.

Við höfum rætt þessar GTOPO30 hæðarlínur sem STRM30plus notar á
listanum áður: http://lists.openstreetmap.org/pipermail/talk-is/2009-January/000081.html

Daníel bjó til forrit til að breyta þeim í OSM skrár. Þær voru þegar
við skoðuðum þær mjög ónákvæmar (eins og auglýst var), en ég prófaði
hinsvegar ekki að teikna með þeim kort þannig það getur verið að þær
séu betri en ekkert.

Eins og David Jakobsson benti á hérna er groundtruth að fara styðja
þetta betur. Það getur búið til OSM skrár beint þannig kannski er
auðveldara að búa til með því hæðarlínulíkan af landinu.




More information about the Talk-is mailing list