[Talk-is] Beðni um aðstoð Fisfélagsins við að taka loftmyndir af Höfuðborgarsvæðinu fyrir OpenStreetMap

Thorir Jonsson thorirmar at gmail.com
Tue Sep 22 10:44:18 BST 2009


Í AIP (Flugmálahandbókinni - sjá hér
http://www.caa.is/FlugmalahandbokinAIP/AeronauticalInformationPublication/)
síðu BIRK AD 2-19 lið 2.23.2 stendur:

2.23.2 Flug fisa í flugstjórnarsviði BIRK

Fisum er einungis heimilt að fljúga gegnum flugstjórnarsvið BIRK á
leið til og frá flugæfingasvæðinu Sletta.  Öll önnur flug fisa í
flugstjórnarsviði BIRK er háð undanþágu frá yfirflugumferðarstjóra.
Beiðni um undanþágu skal berast með 24 tíma fyrirvara milli 08:00 og
16:00 virka daga.  Yfirflugumferðarstjóri getur sett takmarkanir á
heimild sína.  Gerð er krafa um talstöð og að flugmenn hafi hlotið
þjálfun í talstöðvaviðskiptum við flugumfeðarstjórn.


Vid thyrftum thví ad fá adstod einhvers sem er med talstöd í fisinu
sínu (og sjálfsagt væri ekki verra ef vidkomandi hefdi ratsjársvara -
hann er líka naudsynlegur ef vid viljum taka svædid í kringum BIKF).
Er einhver hér sem uppfyllir thessar kröfur og er tilbúinn ad adstoda
vid svona loftmyndatöku?

Bestu kvedjur,
Thórir Már

p.s. afsakid skortinn á Íslenskum stöfum, en thetta er skrifad med
dönsku lyklabordi.



2009/9/20 Þórir Tryggvason <thorir at tmail.is>:
> Þeir eru nú engu að síður mjög duglegir að fljúga hérna yfir Grafarholtið þó
> það sé takmarkað... :)
>
> /ÞT
>
> 2009/9/19 Ágúst Guðmundsson <ag at teigar.net>
>>
>> Flugstjórnarsvið Reykjavíkur sem er um 12km frá miðju
>> Reykjavíkurflugvallar er takmörkuð umferð allra flugfara, fisa sérstaklega.
>> Auk þess er takmörkun yfir þéttbýl svæði borga og bæja.
>>
>> Þetta er í reglugerðum.
>>
>> Kveðja
>> Ágúst
>>
>> -----Original Message-----
>> From: Ævar Arnfjörð Bjarmason [mailto:avarab at gmail.com]
>> Sent: 19. september 2009 19:29
>> To: Ágúst Guðmundsson
>> Cc: Arni Geirsson; siggi at isb.is; Hans Kr.. Gudmundsson; elin at skapa.is;
>> OpenStreetMap in Iceland
>> Subject: Re: Beðni um aðstoð Fisfélagsins við að taka loftmyndir af
>> Höfuðborgarsvæðinu fyrir OpenStreetMap
>>
>> Það vissi ég ekki. En loftmyndir af öðrum svæðum væri gott að hafa líka.
>>
>> Hvar er hægt að nálgast reglugerðirnar um þetta? Á þetta við um allt byggt
>> ból á höfuðborgarsvæðinu eða Reykjavíkurborg sérstaklega?
>>
>> 2009/9/19 Ágúst Guðmundsson <ag at teigar.net>:
>> > Fis mega ekki fljúga yfir höfuðborginni nema með sérstöku leyfi.
>> > Það gæti verið áhugi einhverra með önnur svæði en höfuðborgina sjálfa.
>> >
>> > Kveðja
>> > Ágúst
>> >
>> >
>> > -----Original Message-----
>> > From: Ævar Arnfjörð Bjarmason [mailto:avarab at gmail.com]
>> > Sent: 19. september 2009 17:42
>> > To: Ágúst Guðmundsson; Arni Geirsson; siggi at isb.is; Hans Kr..
>> > Gudmundsson; elin at skapa.is
>> > Cc: OpenStreetMap in Iceland; Postlisti Fisfelags Reykjavikur
>> > Subject: Re: Beðni um aðstoð Fisfélagsins við að taka loftmyndir af
>> > Höfuðborgarsvæðinu fyrir OpenStreetMap
>> >
>> > Hérna er dæmi um fólk sem gerði svona í Stratford á Englandi fyrir
>> > nokkrum dögum síðan:
>> >
>> >    http://milliams.com/verticalitymetre/map.html
>> >
>> > Hægt er að smella á punktana til að sjá myndir.
>> >
>> > Hérna er bloggpóstur um málið:
>> > http://www.openstreetmap.org/user/Milliams/diary/7969
>> >
>> > En hvernig er það, er einhver í þessu félagi sem hefur áhuga fyrir þessu
>> > eða er ég að tala fyrir óháhugasömum eyrum?
>> >
>> > 2009/9/5 Ævar Arnfjörð Bjarmason <avarab at gmail.com>:
>> >> Hæ öllsömul.
>> >>
>> >> Fyrir það fyrsta: Ég sendi þennan póst á þá sem voru listaðir sem
>> >> Tengiliðir á fisflug.is sem eru stjórnarmeðlimir félagsins. Ég vissi
>> >> ekki betur og það getur vel verið að annar vettvangur eigi betur við.
>> >>
>> >> En til að koma mér að efninu. Ævar heiti ég og hef samband við ykkur
>> >> því að í frítíma mínum legg ég til gögn í OpenStreetMap verkefnið:
>> >>
>> >> http://is.wikipedia.org/wiki/OpenStreetMap
>> >>
>> >> OpenStreetMap er frjáls (og ókepis) kortagrunnur af öllum heiminum
>> >> (þ.á.m. Íslandi) sem hver sem er getur lagt gögn í og tekið gögn úr
>> >> sér að kostnaðarlausu. Við erum komin með ágætis kort af Íslandi
>> >> eftir nokkura ára framlög nokkura einstaklinga:
>> >>
>> >> http://osm.org/go/e1obM--
>> >>
>> >> hér má t.d. sjá höfuðborgarsvæðið:
>> >>
>> >> http://osm.org/go/e0UvhIF-
>> >>
>> >> En af hverju er ég að hafa samband við ykkur?
>> >>
>> >> OpenStreetMap á Íslandi er nær eingöngu búið til upp úr GPS ferlum.
>> >> Þ.e. einhver áhugasamur notandi labbar/hjólar/keyrir um eitthvað
>> >> svæði og teiknar kort upp úr ferlunum. Hér má t.d. sjá hvernig
>> >> Akranes var teiknað upp:
>> >>
>> >> http://blip.tv/file/1624794
>> >>
>> >> En það væri mun fljótlegra að kortleggja ef við værum með loftmyndir,
>> >> og það er þar sem þið komið inn.
>> >>
>> >> Einu loftmyndirnar sem við erum með aðgang að eru Landsat myndir frá
>> >> NASA sem eru í það lágri upplausn að við erum heppin að geta teiknað
>> >> stór vötn og ár upp úr þeim. Aðrir myndagrunnar eins og t.d. grunnur
>> >> Loftmynda.is og SPOT5 grunnur LMÍ kosta morðfjár sem nokkrir
>> >> hobbýistar hafa ekki ráð á.
>> >>
>> >> Því vildi ég kanna hvort áhugi væri hjá einhverjum félagsmanni eða
>> >> félagsmönnum ykkar til að fljúga um t.d. Höfuðborgarsvæðið með
>> >> einhvern áhugasaman einstakling frá OpenStreetMap verkefninu sem
>> >> myndi taka myndir af jörðu niðri. Við svo varpað þessum myndum á
>> >> þekkta punkta á jörðu niðri (e. control points) og teiknað upp
>> >> nákvæmara kort út frá því.
>> >>
>> >> Þetta gæti líka verið ykkur til beinna hagsbóta. Við gætum t.d.
>> >> kortlagt flugbrautir ykkar (on annað sem fisflugmenn hafa áhuga á)
>> >> með mikilli nákvæmni. Sjá t.d. Kastrup flugvöll sem dæmi:
>> >>
>> >> http://osm.org/go/0NWr7xnO-
>> >>
>> >> Svo gætið þið hlaðið OSM grunninum á Garmin tækin ykkar og notað
>> >> afraksturinn beint:
>> >>
>> >> http://wiki.openstreetmap.org/wiki/Garmin_map_of_Iceland
>> >>
>> >
>>
>> _______________________________________________
>> Talk-is mailing list
>> Talk-is at openstreetmap.org
>> http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is
>
>
> _______________________________________________
> Talk-is mailing list
> Talk-is at openstreetmap.org
> http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is
>
>




More information about the Talk-is mailing list