[Talk-is] Beðni um aðstoð Fisfélagsins við að taka loftmyndir af Höfuðborgarsvæðinu fyrir OpenStreetMap

Thorir Jonsson thorirmar at gmail.com
Wed Sep 23 08:49:14 BST 2009


Ég fékk eftirfarandi svar frá Ágústi Guðmundssyni utan listans.  Sendi
það hér inn svo allir geti fylgst með.

Kv. Þórir

Sæll Þórir

Það er skýrt að heimild fæst ekki frá Flugstoðum um slíka myndatökuheimild.

Flugreglur eru skýrar hvað fis varðar og ekki heimilt að fljúga yfir byggð:
"Eigi er heimilt að fljúga fisum yfir þéttbýl svæði borga, bæja..."

Meðan reglur eru svona, þá gengur þetta ekki.

Kveðja
Ágúst



2009/9/22 Thorir Jonsson <thorirmar at gmail.com>:
> Í AIP (Flugmálahandbókinni - sjá hér
> http://www.caa.is/FlugmalahandbokinAIP/AeronauticalInformationPublication/)
> síðu BIRK AD 2-19 lið 2.23.2 stendur:
>
> 2.23.2 Flug fisa í flugstjórnarsviði BIRK
>
> Fisum er einungis heimilt að fljúga gegnum flugstjórnarsvið BIRK á
> leið til og frá flugæfingasvæðinu Sletta.  Öll önnur flug fisa í
> flugstjórnarsviði BIRK er háð undanþágu frá yfirflugumferðarstjóra.
> Beiðni um undanþágu skal berast með 24 tíma fyrirvara milli 08:00 og
> 16:00 virka daga.  Yfirflugumferðarstjóri getur sett takmarkanir á
> heimild sína.  Gerð er krafa um talstöð og að flugmenn hafi hlotið
> þjálfun í talstöðvaviðskiptum við flugumfeðarstjórn.
>
>
> Vid thyrftum thví ad fá adstod einhvers sem er med talstöd í fisinu
> sínu (og sjálfsagt væri ekki verra ef vidkomandi hefdi ratsjársvara -
> hann er líka naudsynlegur ef vid viljum taka svædid í kringum BIKF).
> Er einhver hér sem uppfyllir thessar kröfur og er tilbúinn ad adstoda
> vid svona loftmyndatöku?
>
> Bestu kvedjur,
> Thórir Már
>
> p.s. afsakid skortinn á Íslenskum stöfum, en thetta er skrifad med
> dönsku lyklabordi.
>
>
>
> 2009/9/20 Þórir Tryggvason <thorir at tmail.is>:
>> Þeir eru nú engu að síður mjög duglegir að fljúga hérna yfir Grafarholtið þó
>> það sé takmarkað... :)
>>
>> /ÞT
>>
>> 2009/9/19 Ágúst Guðmundsson <ag at teigar.net>
>>>
>>> Flugstjórnarsvið Reykjavíkur sem er um 12km frá miðju
>>> Reykjavíkurflugvallar er takmörkuð umferð allra flugfara, fisa sérstaklega.
>>> Auk þess er takmörkun yfir þéttbýl svæði borga og bæja.
>>>
>>> Þetta er í reglugerðum.
>>>
>>> Kveðja
>>> Ágúst
>>>
>>> -----Original Message-----
>>> From: Ævar Arnfjörð Bjarmason [mailto:avarab at gmail.com]
>>> Sent: 19. september 2009 19:29
>>> To: Ágúst Guðmundsson
>>> Cc: Arni Geirsson; siggi at isb.is; Hans Kr.. Gudmundsson; elin at skapa.is;
>>> OpenStreetMap in Iceland
>>> Subject: Re: Beðni um aðstoð Fisfélagsins við að taka loftmyndir af
>>> Höfuðborgarsvæðinu fyrir OpenStreetMap
>>>
>>> Það vissi ég ekki. En loftmyndir af öðrum svæðum væri gott að hafa líka.
>>>
>>> Hvar er hægt að nálgast reglugerðirnar um þetta? Á þetta við um allt byggt
>>> ból á höfuðborgarsvæðinu eða Reykjavíkurborg sérstaklega?
>>>
>>> 2009/9/19 Ágúst Guðmundsson <ag at teigar.net>:
>>> > Fis mega ekki fljúga yfir höfuðborginni nema með sérstöku leyfi.
>>> > Það gæti verið áhugi einhverra með önnur svæði en höfuðborgina sjálfa.
>>> >
>>> > Kveðja
>>> > Ágúst
>>> >
>>> >
>>> > -----Original Message-----
>>> > From: Ævar Arnfjörð Bjarmason [mailto:avarab at gmail.com]
>>> > Sent: 19. september 2009 17:42
>>> > To: Ágúst Guðmundsson; Arni Geirsson; siggi at isb.is; Hans Kr..
>>> > Gudmundsson; elin at skapa.is
>>> > Cc: OpenStreetMap in Iceland; Postlisti Fisfelags Reykjavikur
>>> > Subject: Re: Beðni um aðstoð Fisfélagsins við að taka loftmyndir af
>>> > Höfuðborgarsvæðinu fyrir OpenStreetMap
>>> >
>>> > Hérna er dæmi um fólk sem gerði svona í Stratford á Englandi fyrir
>>> > nokkrum dögum síðan:
>>> >
>>> >    http://milliams.com/verticalitymetre/map.html
>>> >
>>> > Hægt er að smella á punktana til að sjá myndir.
>>> >
>>> > Hérna er bloggpóstur um málið:
>>> > http://www.openstreetmap.org/user/Milliams/diary/7969
>>> >
>>> > En hvernig er það, er einhver í þessu félagi sem hefur áhuga fyrir þessu
>>> > eða er ég að tala fyrir óháhugasömum eyrum?
>>> >
>>> > 2009/9/5 Ævar Arnfjörð Bjarmason <avarab at gmail.com>:
>>> >> Hæ öllsömul.
>>> >>
>>> >> Fyrir það fyrsta: Ég sendi þennan póst á þá sem voru listaðir sem
>>> >> Tengiliðir á fisflug.is sem eru stjórnarmeðlimir félagsins. Ég vissi
>>> >> ekki betur og það getur vel verið að annar vettvangur eigi betur við.
>>> >>
>>> >> En til að koma mér að efninu. Ævar heiti ég og hef samband við ykkur
>>> >> því að í frítíma mínum legg ég til gögn í OpenStreetMap verkefnið:
>>> >>
>>> >> http://is.wikipedia.org/wiki/OpenStreetMap
>>> >>
>>> >> OpenStreetMap er frjáls (og ókepis) kortagrunnur af öllum heiminum
>>> >> (þ.á.m. Íslandi) sem hver sem er getur lagt gögn í og tekið gögn úr
>>> >> sér að kostnaðarlausu. Við erum komin með ágætis kort af Íslandi
>>> >> eftir nokkura ára framlög nokkura einstaklinga:
>>> >>
>>> >> http://osm.org/go/e1obM--
>>> >>
>>> >> hér má t.d. sjá höfuðborgarsvæðið:
>>> >>
>>> >> http://osm.org/go/e0UvhIF-
>>> >>
>>> >> En af hverju er ég að hafa samband við ykkur?
>>> >>
>>> >> OpenStreetMap á Íslandi er nær eingöngu búið til upp úr GPS ferlum.
>>> >> Þ.e. einhver áhugasamur notandi labbar/hjólar/keyrir um eitthvað
>>> >> svæði og teiknar kort upp úr ferlunum. Hér má t.d. sjá hvernig
>>> >> Akranes var teiknað upp:
>>> >>
>>> >> http://blip.tv/file/1624794
>>> >>
>>> >> En það væri mun fljótlegra að kortleggja ef við værum með loftmyndir,
>>> >> og það er þar sem þið komið inn.
>>> >>
>>> >> Einu loftmyndirnar sem við erum með aðgang að eru Landsat myndir frá
>>> >> NASA sem eru í það lágri upplausn að við erum heppin að geta teiknað
>>> >> stór vötn og ár upp úr þeim. Aðrir myndagrunnar eins og t.d. grunnur
>>> >> Loftmynda.is og SPOT5 grunnur LMÍ kosta morðfjár sem nokkrir
>>> >> hobbýistar hafa ekki ráð á.
>>> >>
>>> >> Því vildi ég kanna hvort áhugi væri hjá einhverjum félagsmanni eða
>>> >> félagsmönnum ykkar til að fljúga um t.d. Höfuðborgarsvæðið með
>>> >> einhvern áhugasaman einstakling frá OpenStreetMap verkefninu sem
>>> >> myndi taka myndir af jörðu niðri. Við svo varpað þessum myndum á
>>> >> þekkta punkta á jörðu niðri (e. control points) og teiknað upp
>>> >> nákvæmara kort út frá því.
>>> >>
>>> >> Þetta gæti líka verið ykkur til beinna hagsbóta. Við gætum t.d.
>>> >> kortlagt flugbrautir ykkar (on annað sem fisflugmenn hafa áhuga á)
>>> >> með mikilli nákvæmni. Sjá t.d. Kastrup flugvöll sem dæmi:
>>> >>
>>> >> http://osm.org/go/0NWr7xnO-
>>> >>
>>> >> Svo gætið þið hlaðið OSM grunninum á Garmin tækin ykkar og notað
>>> >> afraksturinn beint:
>>> >>
>>> >> http://wiki.openstreetmap.org/wiki/Garmin_map_of_Iceland
>>> >>
>>> >
>>>
>>> _______________________________________________
>>> Talk-is mailing list
>>> Talk-is at openstreetmap.org
>>> http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is
>>
>>
>> _______________________________________________
>> Talk-is mailing list
>> Talk-is at openstreetmap.org
>> http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is
>>
>>
>




More information about the Talk-is mailing list