[Talk-is] Nöfn jökla
Ævar Arnfjörð Bjarmason
avarab at gmail.com
Wed Sep 23 20:53:34 BST 2009
2009/9/23 Tryggvi Björgvinsson <tryggvib at hi.is>:
> Daníel Gunnarsson wrote:
>> Á vef U.S. Geological Survey er að finna skýrslu sem ber heitið
>> "Geographic Names of Iceland's Glaciers: Historic and Modern".
>> Þessi skýrsla er afrakstur USGS, Orkustofnunar.
>>
>> http://pubs.usgs.gov/pp/1746/
>>
>> Skýrslan inniheldur nöfn, lýsingar og hnit allra jökla á íslandi og
>> væri því nokkur fengur í að geta notað þetta efni
>>
>> Þessi skýrla er public domain að einhverju marki. En í kápu bókarinnar stendur:
>> "Although this report is in the public domain, permission must be
>> secured from the individual copyright owners to reproduce any
>> copyrighted materials contained within this report."
>
>> Hvernig ber að skilja þessa klausu? Eru Nöfn jöklanna public domain en
>> hnit ekki þar sem hnitin eru eflaust fengin af kortum gefnum út af
>> Landmælingum eða er bara átt við efni sem er birt í bókinni og
>> sérstaklega getið um eiganda eins og t.d. með myndir?
>
> Mitt innlegg í þessa umræðu. Ég tek það fram að ég er ekki lögfræðingur
> en hef aflað mér upplýsinga um höfundarétt, þó innlendan en ekki
> bandarískan höfundarétt (þó ég þekki einnig til hans).
>
> Til þess að verk geti talist varið með höfundarétti verður það að ná
> ákveðinni verkhæð (vera nógu rosalega frumlegt þannig að engum öðrum
> myndi detta það í hug). Það hefur ekki talist nægileg verkhæð að verja
> nafn eða örnefni með höfundarétti. Myndir aftur á móti teljast ná
> tilskilinni verkhæð og eru varðar með höfundarétti.
>
> Það er samt hægt að fá vörn á gagnagrunn til 25 ára ef nægilega vinna og
> fjármagn hefur farið í gerð gagnagrunnsins. Þannig mætti þá túlka það að
> ef skýrslan getur talist gagnagrunnur (eða öllu heldur gagnasafn) að þá
> getur hún verið varin. Þegar þeir segja að skýrslan sé gefin út sem
> almenningseign (public domain) að þá hafa þeir með því gefið frá sér
> verndina yfir sjálfu gagnasafninu (skýrslunni). Til dæmis má nefna
> símaskrá. Hún nær ekki nægilegri verkhæð til þess að vera varin með
> höfundarétti (hún er ekki nógu frumleg og nöfn sem foreldrar gefa
> börnunum sínum eru heldur ekki höfundaréttarvarin) en sem gagnasafn
> getur hún verið varin ef nægileg vinna eða fjármagn hefur verið sett í
> gerð símaskráarinnar. Verndun símaskráarinnar nær þá til afritunar á
> umtalsverðum hluta símaskráarinnar (meðal annars til að vernda gerð
> nýrrar símaskrár) og bannar ekki fólki að skrifa niður nafn og símanúmer
> einhvers úr símaskránni af því að hún er höfundaréttarvarin.
>
> Þið eigið þá að geta notfært ykkur þær upplýsingar sem koma fram sem ná
> ekki tilskilinni verkhæð eins og til dæmis nöfn jökla og hnit þeirra.
> Það hefur eflaust farið vinna og fjármagn í það að finna nöfnin og
> hnitin en gagnasafnið er í almenningseign.
>
> Fyrst þeir merkja myndir sérstaklega með upprunalegum eiganda þá myndi
> ég telja það líklegt að þeir séu að gefa til kynna hverjir upprunalegir
> höfundar eru og við hverja eigi að tala til þess að fá leyfi fyrir
> höfundaréttarvörðu efni (myndir eru jú varðar af höfundarétti).
>
> Ég tel eftir minni bestu kunnáttu að þið getið notað jöklanöfnin og
> hnitin án þess að þurfa á leyfi að halda.
>
> Þið viljið kannski samt sem áður fullvissa ykkur um þetta (fyrst ég er
> nú ekki lögfræðingur) með því að senda póst. Ef þið fáið ekki svör við
> póstunum ykkar getur FSFÍ veitt ykkur frekari ráðgjöf með þetta (við
> munum þá útvega ykkur lögfræðilegt álit á málinu). Áður en kallað er til
> lögfræðinga er samt langbest og ódýrast bara að tala við upprunalegan
> höfund og reyna að fá málið á hreint.
OpenStreetMap verkefnið hefur rætt þessi lagamál fram og til baka. Það
eru mörg rök fyrir því sem þú segir, en OSM hefur ekki áhuga á að sig
í lagalega hættu fyrir lítinn ávinning.
Þetta er t.d. áhugaverð lesning um það sem við gætum verið að gera ef
við færum að túlka lög: http://www.systemed.net/blog/?p=100
Þetta kemur samt niður á þessa tilvitnun frá Nokia lögfræðingi sem
sést í athugasemdum þarna:
“Even if you know you’re not breaking any patents, you will be
sued for patent infringement by a competitor once your global market
share exceeds 5 %. We weren’t prepared and only after millions of
dollars and years of proceedings, the case was withdrawn.”
Kortaiðnaðurinn í Evrópu veltir milljörðum Evra á ári. OpenStreetMap
er í auknum mæli að fara að taka frá þessum stóru fyrirtækjum pening
með því að bjóða upp á frjáls kortagögn og hefur þess vegna engan
áhuga á að starfa á einhverju hvít-gráu svæði sem gæti komið
verkefninu í hættu síðar meir. Eða eins og Richard F. benti á:
"OSM is by its nature very cautious about sources: the point of
the whole project is to provide a “clean room” map of the world
unencumbered by traditional copyright."
En svo við komumu okkur aftur að efninu þá er ástæða til að spyrjast
fyrir um þessi gögn vegna þess að þau eru nær örruglega komin frá
Landmælingum. Það getur verið að þessir menn hafi rölt um landið og
punktað niður jökla en ef ekki eru þessi hnit nær örruglega komin úr
1:100k / 1:50k grunn landmælinga eða vektorgrunninum þeirra. USGS
hefur aldrei stundað landmælingar á Íslandi og hefur að mínu viti ekki
önnur gögn um jökla en Landsat myndir og annað í þeim dúr.
More information about the Talk-is
mailing list