[Talk-is] Nöfn jökla
Daníel Gunnarsson
danielgunnars at gmail.com
Thu Sep 24 22:21:03 BST 2009
Sæl öll
Við höfum fengið jákvæð svör frá Richard.
Allur textinn er almenningseign og ef ég skil rétt falla hnit örnefna
líka undir það. Dugir þetta okkur sem leyfi til að nota hnitin og
örnefnin eða þurfum við að fá það á hreint frá Oddi hver uppruni
hnitanna er?
Ég ætla að senda annan póst og spyrjast fyrir um þennan GIS gagnagrunn
sem hann minnist á, upp úr hvaða gögnum þau eru unnin. Er einhver með
á hreinu hvaða ár loftmyndirnar sem jöklar í grunninum okkar eru
teiknaðir eftir eru teknar?
En annað tengt mál. Hvernig ber að skrá svona gögn inn í gagnagrunnin
okkar. Á að teikna skriðjökla sem sér polygon eða á að láta stakan
punkt með nafni og öðrum eigindum duga á skriðjökla? Ég tók eftir að
því að Ævar hefur einhverntímann teiknað Sólheimajökul sem sér jökul
frá Mýrdalsjökli (á kanski að vera svo, ég er enginn sérfræðingur í
örnefnum jökla). Ættum við kanski að nota tengsl til að tákna þetta
eða fer þá allt í rugl varðandi renderingar og önnur tól sem notast
við jöklagögnin? Endilega komið með ykkar skoðanir.
Þegar ég hugsa um Vatnajökul þá finnst mér það nafn eiga við allan
jökulinn, einnig alla skriðjökla sem úr honum ganga. Hverjar eru
skoðanir ykkar á þessu máli?
More information about the Talk-is
mailing list