[Talk-is] hjólavefsjá.is, DV í dag o.fl.
Björgvin Ragnarsson
nifgraup at gmail.com
Fri Aug 20 01:18:52 BST 2010
Smá update:
Við Ævar höfum verið í sambandi við RideTheCity sem Gísli Marteinn
bloggaði um og höfum aðstoðað þá við að þýða síðuna sína, hér er
statusinn á því, http://is.ridethecity.com/iceland og við beinum
hjólavefsjá.is þangað mjög fljótlega. Athugasemdir um síðuna eru vel
þegnar, t.d. eitthvað sem þyrfti að þýða eða rangar þýðingar. Getum
við gert eitthvað varðandi fallbeygingar á götum?
Og varðandi síðasta póst minn þá væri það mjög hjálplegt ef einhver
tæki það að sér og stúderaði Hverfisgötuna og setti þennan nýja
hjólastíg inn (það er dálítið vandasamt verk). Það myndi hjálpa til
þegar hjólavefsjá byggð á OpenStreetMap verður presenteruð fyrir
borginni til að sýna hversu sniðugt user generated fyrirkomulag er.
Það eru auðvitað hjólreiðamennirnir sjálfir sem vita best hvernig
hjólakortið á að líta út.
kv.
Björgvin
2010/8/17 Björgvin Ragnarsson <nifgraup at gmail.com>:
> Ef einhver væri til í að setja inn þennan glænýja hjólastíg væri það
> mjög hjálplegt.
>
> http://visir.is/hjolastigur-a-hverfisgotu/article/2010263738966
>
> kv.
>
> Björgvin
>
> 2010/8/17 Ævar Arnfjörð Bjarmason <avarab at gmail.com>:
>> 2010/8/17 Davíð Jakobsson <rimmugygur at gmail.com>:
>>> Þann 16. ágúst 2010 18:33, skrifaði Ævar Arnfjörð Bjarmason
>>> <avarab at gmail.com>:
>>>>
>>>> 2010/8/14 Ævar Arnfjörð Bjarmason <avarab at gmail.com>:
>>>> > 2010/8/14 Svavar Kjarrval <svavar at kjarrval.is>:
>>>> >> Ég hef illan grun um að gögnin fyrir hjólavefsjána muni vera fengin úr
>>>> >> gögnum háð sömu takmörkunum og þau sem borgarvefsjáin er unnin eftir.
>>>> >> Það
>>>> >> kæmi mér allavega ekkert á óvart.
>>>> >
>>>> > Planið hérna er að fá borgina til að gefa út þessi gögn undir frjálsu
>>>> > leyfi í staðin fyrir að gera sitt egið verkefni, ég veit ekki hvort
>>>> > það gengur eftir, en það má vona.
>>>> >
>>>> > Gísli Marteinn allavegana virðist jákvæður:
>>>> >
>>>> > http://twitter.com/gislimarteinn/status/21018574846
>>>> > http://twitter.com/gislimarteinn/status/21018677592
>>>> >
>>>> > Þetta hjólavefsjármál verður tekið fyrir hjá borginni bráðlega, planið
>>>> > er að vera fyrir þann tíma komnir með hjólavefsjá á Íslensku (byggt á
>>>> > hugbúnaði sem er til) sem hægt verður að benda á og segja "hérna er
>>>> > þetta, gjaldfrjálst og aðgengilegt öllum, þið þurfið bara að gefa út
>>>> > gögnin sem þið egið nú þegar til að gera þetta betra", eða eitthvað
>>>> > þannig.
>>>>
>>>> Þetta verkefni er komið aðeins lengra. Það var keypt lén fyrir þetta:
>>>>
>>>> http://xn--hjlavefsj-81a4q.is/ (eða http://hjolavefsja.is/)
>>>>
>>>> Kannski sést þetta ekki því það er enn í ISNIC kerfinu, en hér er
>>>> afrit þangað til:
>>>>
>>>> http://v.nix.is/~avar/hjolavefsja/
>>>>
>>>> Það var líka tekið viðtal við mig út af þessu af DV, það er í blaðinu
>>>> í dag (16. ágúst 2010) á síðu #4, ég hef ekki enn séð það þannig ég
>>>> veit ekki hvað stendur þar.
>>>>
>>>> _______________________________________________
>>>> Talk-is mailing list
>>>> Talk-is at openstreetmap.org
>>>> http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is
>>>
>>>
>>> Flott framtak!
>>>
>>> Það er kannski spurning um að gera smá átak í hjólreiðakortinu okkar þar sem
>>> þetta er að fá svona fína auglýsingu.
>>
>> Jú, endilega. Get því miður ekki hjálpað með það beint þar sem ég er
>> ekki á landinu.
>>
>>> Það sem mér finnst hafa stungið sérstaklega útúr er Grafarholtið þar
>>> sem hver einasti stígur er taggaður sem cycleway. Er einhver sem
>>> þekkir til þarna sem getur lagað þetta?
>>
>> Ég sé ekki betur en að þetta sé rétt, ef það er eitthvað jafngildi
>> erlendra hjólreiðastíga á Íslandi er það líkast til netið í
>> grafarholtinu.
>>
>>
>>> Að öðru leyti þá er til pdf skjal frá rvk hér
>>>
>>> http://www.rvk.is/Portaldata/1/Resources/framkvaemdasvid/gongu_og_hjolastigar/Uppl-skilti-St_rRvk.pdf
>>>
>>> Að mstu leyti er það rétt held ég, þó að ég geti séð nokkrar villur þarna,
>>> en það er spurning hvort að það megi ekki nota það til viðmununar?
>>
>> Þetta er lítið dæmi um gögn sem við erum að reyna fá leyfi til að
>> nota, þannig við getum ekki notað þetta eins og er.
>>
>> En burtséð frá því er þetta skjal nánast ónothæft, ég man ekki hvar ég
>> heyrði þetta en ég frétti einhverstaðar að þetta hefði fyrst verið
>> gert fyrir einhverja ráðstefnu Evrópskra borga, þá til að einhver
>> embættismaðurinn gæti litið vel út úti og auglýst hversu hjólavæn
>> Reykjavík væri.
>>
>> Það getur vel verið að það sé lygi, en það sést ekki annað á þessu
>> korti. Þessar leiðir eru í engum tengslum við raunveruleikann, þarna
>> er allt frá ágætis hjólaleiðum (t.d. Skerjafjörðurinn) niður í
>> venjulegar gangstéttir við götur, síðast þegar ég athugaði var líka
>> eitthvað af þessu sem fór upp og niður stiga!
>>
>> Það eina sem er *ekki* á þessu korti er Langahlíð og kafli Laugarvegar
>> frá Snorrabraut til Barónsstígs, sem eru einu tvö dæmin um kafla þar
>> sem reynt hefur verið að búa til pláss fyrir hjólafólk ásamt bíla og
>> gönguumferð.
>>
>> Það flotta við OpenStreetMap er einmitt að við getum búið til *alvöru*
>> hjólakort sem er með einhver tengsl við raunveruleikann, það þarf bara
>> að merkja breidd vegsins, hvort umferð er aðskilin, hvernig undirlagið
>> er o.s.f.
>>
>> _______________________________________________
>> Talk-is mailing list
>> Talk-is at openstreetmap.org
>> http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is
>>
>
More information about the Talk-is
mailing list