[Talk-is] Varðandi merkingar á hjólaleiðum

Ævar Arnfjörð Bjarmason avarab at gmail.com
Tue Aug 31 14:20:03 BST 2010


2010/8/30 Arni Davidsson <arnid65 at gmail.com>:
> 2010/8/29 Karl Georg <kalli at ekkert.org>
>>
>> Á meðan Routing tólin Gúddera síga taggaða "highway=path" sem hjólaleið þá
>> er það fín skilgreining á milli hjólreiðabrautar og hjólaleiðar í almenna
>> stíga/götu kerfinu. Það hlýtur að vera mikilvægt að setja footway tag á
>> almenna stíga þar sem það á við. Skokkar og göngufólk hljóta að njóta góðs
>> af því.
>> Ég er frekar sáttur við þessar skilgreiningar á stígum sem fram hafa
>> komið.
>> Væri ekki ráð að búa til Presets fyrir þessar skilgreiningar ásamt
>> wikisíðu með ljósmyndum og guidelines af hvernig ætti að tagga leiðirnar.
>>
>> Nöfn á presetin gæti hljómað svona:
>> (Ég tek það fram að ég er glænýr notandi og þekki ekki virkni presets
>> fullkomnlega)
>> Stígur,malbik
>> Stígur Möl (gæti átt við heiðmörk og fl útivistarsvæði)
>> Hjólreiðabraut
>> Gangstéttir
>> Hjólreiðarein
>> Hjólavísar
>>
>> Persónulega skil ég ekki merkingu orðsins Hjólavísir en það er væntanlega
>> bara orðaforðaskortur hjá mér. Mér dettur í hug "Almenn akbraut" ef að ég
>> túlka þessa skilgreiningu rétt. Er þetta ekki basicly þeir staðir þar sem
>> hjólreiðamenn kjósa eða þurfa að hjóla á götunni?
>> Svona reiðhjólaumferð eins og hefur td. stóraukist við Hafnarfjarðarveginn
>> Ásamt ýmissa tenginga á milli annara hjólaleiða í gegnum íbúðargötur, yfir
>> bílastæði, gatnamót og fl.
>
> Hjólavísar eru útskýrðir hér:
> http://www.lhm.is/lhm/pistlar/299-hjr-reykjavr- og hér
> http://www.lhm.is/lhm/pistlar/236-hjolavisar-nyjung-a-goetum-reykjavikur
> Þeir eru nú komnir á Einarsnesi, Suðurgötu sunnan Hringbrautar, Lanholtsvegi
> og Laugarásvegi og nú síðast við Hverfisgötuna í tilraunaverkefni umhverfis-
> og samgöngusviðs Reykjavíkurborgar.
>
>>
>> Er hægt að skilgreina götur sem þegar eru inni sem hjólavísa? Eða eru
>> þetta leiðir sem við ættum að teikna upp á nýtt ? Skiptir það máli þegar það
>> kemur að virkni hjolavefsjáa?
>>
>> það væri ekki vitlaust að finna svo nokkur vel valin aukatögg til að
>> auðvelda áframhaldandi úrvinnslu (td. fyrir hjólavefsjá)
>> Ég veit ekki hvernig þessar vefsjár sem eru að routa hjólaleiðir
>> skilgreina öryggi leiðanna  geta tögg eða stöðluð preset hjápað þar ?
>> Það væri kanski hægt að gefa leiðunum einkun eftir hversu hjólavænar þær
>> eru (A leið B leið og C leið?). Aðkoma að gatnamótum, bílaumferð,
>> stígabreidd, útsýni og brekkur geta spilað þarna inní.
>
> Ég útbjó drög að flokkun gatna með tilliti til þæginda til hjólreiða í 6
> flokka. Ef hægt væri að tagga götur í flokka A til F eftir því hversu
> þægilegt er að hjóla þær  yrði til einskonar gæðaflokkun hjólreiðaleiða
> eftir götum. Það væri þá líka hægt að setja einhverja flokkun við
> gangstéttir, útivistarstíga, hjólreiðabrautir, hjólreiðareinar og götur með
> hjólavísa. Þá mætti líka ímynda sér að hægt væri að flokka leiðirnar eftir
> breidd stíga og hættum sem hafa verið færðar innn við þá, s.s. blindhorn,
> blindbeygjur, hálkustaði o.s.frv.
>
> Drög að flokkun gatna:
>
> A. flokkur. Þægileg til hjólreiða. Hæg umferð ca. 30 km. Lítil umferð.
> Ráðandi staða þægileg. Akrein 3,5 m breið. Dæmi botnlangar.
>
> B. flokkur. Þægileg til hjólreiða en meiri umferð og ráðandi staða
> óþægilegri. Hæg umferð ca. 30 km. Meiri umferð. Þarf oft að taka ráðandi
> stöðu í umferð vegna aðstæðna (þrengingar, hliðargötur, útkeyrslur,
> bílastæði í götu). Akrein 3,5 m breið. Dæmi Hverfisgata.
>
> C. flokkur. Þægileg til hjólreiða en meiri umferð og meiri hraði. Ökuhraði
> um 50 km. Breidd götu leyfir víkjandi stöðu hjólreiðamanns og framúrakstur
> bíla án þess að þeir fari yfir miðlínu eða þá að umferð er lítil. Akrein
> yfir 4,2 m breið. Dæmi Suðurgata sunnan Hringbrautar hæri akrein.
> Kársnesbraut í austurátt.
>
> D. flokkur. Minna þægileg til hjólreiða (einkum á annatíma). Ökuhraði um 50
> km. Breidd götu leyfir ekki framúrakstur bíla án þess að þeir fari yfir
> miðlínu og umferð er nokkuð þétt. Akrein 3,5 m breið. Dæmi Bústaðavegur.
>
> E. flokkur. Þægileg til hjólreiða en hentar frekar þjálfuðum
> hjólreiðamönnum. Hröð umferð 60 km og yfir. Bílar geta tekið framúr án þess
> að fara yfir akreina línu. Fáar að- og fráreinar og/eða fullnægjandi hönnun
> og pláss. Breidd akreinar 4,2-4,8 m eða  fullnægjandi vegöxl eða
> öryggissvæði. Dæmi Reykjanesbraut endurbyggð sunnan/vestan Hafnarfjarðar.
>
> F. flokkur. Frekar óþægileg til hjólreiða en getur hentað þjálfuðum
> hjólreiðamönnum. Hröð umferð 60 km og yfir. Bílar geta ekki tekið framúr án
> þess að fara yfir akreina línu. Margar að- og fráreinar og/eða ekki
> fullnægjandi hönnun og pláss. Breidd akreinar 3,5 m og ekki fullnægjandi
> vegöxl eða öryggissvæði. Dæmi Miklabraut, Kringlumýrarbraut o.fl.

Þetta hljómar ágætlega, kannski ekki sem "aðal" flokkunarkerfi (þar
sem við viljum enn highway=*), heldur gæti þetta verið flokkunarkerfi
ofan á það. Þú getur sett endalaust mörg tögg á vegi og aðra hluti í
OpenStreetMap þannig það er um að gera að gera eitthvað svona ef það
er vilji til að halda þessu við.

OpenStreetMap er voðalegt "þeir sem gera hlutina ráða", þannig að ef
þér finnst þetta góð hugmynd endilega splæstu þessu inn á wiki-ið og
farðu að bæta við einhverjum töggum sem lýsa vegum eftir þessu
modeli. Svo er hægt að breyta því seinna ef þörf er á.

Það sama gildir um þessa hjólreiðastíga, sjálfur er ég upptekin í öðru
þessa dagana, en það er um að gera fyrir einhvern sem er búinn að
kynna sér þetta að skrifa niður eitthvað nýtt tagging model og fara
svo bara í að útfæra það.


More information about the Talk-is mailing list