[Talk-is] Átak í Hafnarfirðinum
Svavar Kjarrval
svavar at kjarrval.is
Wed Jan 13 17:39:35 GMT 2010
Hæ póstlisti!
Ég hef áður „nöldrað“ yfir Hafnarfirðinum en ætla ekki að gera það núna.
Ef ég geri það mun einhver annar verða þreyttur á því og taka alla
vinnuna frá mér. ;)
Svo ég komi mér að efninu, þá er á áætlun að klára Hafnarfjörðinn á
árinu. Aðalmarkmiðið er að því ljúki fyrir árslok. Öðrum er velkomið að
taka þátt ef þeir óska, hvort sem það er í samstarfi við mig eða
sjálfstætt. Símanúmerið mitt og netfang er hér neðst ef einhver
vill/þarf að ná sambandi við mig.
Áætlunin er gróflega svona (í röð):
1. Safna vegahnútum fyrir öll hverfi aftur (fyrir utan þær götur sem ég
hef þegar sett inn), líklegast í þessari röð:
* Ásland
(http://www.openstreetmap.org/?lat=64.05422&lon=-21.94151&zoom=16&layers=B000FTF).
* Holtið og götur hjá Suðurhöfn
(http://www.openstreetmap.org/?lat=64.06311&lon=-21.98376&zoom=15&layers=B000FTF).
* Setbergið
(http://www.openstreetmap.org/?lat=64.06668&lon=-21.91771&zoom=15&layers=B000FTF).
* Götur á „þessu svæði“ fyrir utan Hvammagöturnar sem ég setti inn
(http://www.openstreetmap.org/?lat=64.06285&lon=-21.9519&zoom=16&layers=B000FTF).
* Miðbærinn og Hraunin austan Reykjavíkurvegar
(http://www.openstreetmap.org/?lat=64.07492&lon=-21.93799&zoom=15&layers=B000FTF).
* Nýja verslunarsvæðið ásamt nálægu svæði norðan Reykjanesbrautar
(http://www.openstreetmap.org/?lat=64.07721&lon=-21.91653&zoom=15&layers=B000FTF).
* Vesturbærinn
(http://www.openstreetmap.org/?lat=64.07541&lon=-21.9596&zoom=15&layers=B000FTF).
* Norðurbærinn - þ.e. allt vestan Reykjavíkurvegur á kortinu fyrir utan
Vesturbæinn (sama kort).
* Bera saman afraksturinn við önnur kort og sjá hvort vanti eitthvað
upp á. Ef svo er, redda viðeigandi hnútum.
2. Safna POI (points of interest) og þá meðal annars:
* Skólar þ.e. leikskólar, grunnskólar og framhaldsskólar.
* Hverfisstaðir (búðir, sjoppur, fyrirtæki o.s.frv.) sem hafa verið
þarna frá „örófi alda“.
* Þekktar keðjur sem hafa útibú í Hafnarfirði (verslanir, bankar).
* Strætisvagnastöðvar (mun spyrja Strætó bs. um hnitin eða safna
sjálfur ef svarið er neitandi).
* Bensínstöðvar.
* Söfn (m.a. bókasafnið).
* Almenningsþjónusta (lögreglustöðin, bæjarskrifstofa o.s.frv.)
* Kirkjugarðurinn.
* Umferðarljós og umferðarmerkingar eftir því sem OSM-táknun leyfir.
* Almenningsgarðar og helstu bílastæði.
3. Aukadót sem ég vonast eftir en gæti verið að það komist ekki inn:
* Húsnúmer. Annaðhvort frá opinberum gögnum eða safnað sjálfstætt. Ef
það síðarnefnda á við mun ég sjá til hversu mikið ég mun nenna að safna
og setja inn.
* Bæjarmörkin út frá opinberum gögnum.
* POI sem hægt er að fá út frá opinberum gögnum.
* Göngustígar.
- Í sumum tilvikum mun ég setja inn nýjar götur og í öðrum setja inn nýjar.
- Ég mun líklegast safna veghnútum í öðrum bæjum inn á milli.
- Þegar ég meina opinber gögn, þá meina ég gögn sem eru frá hinu
opinbera og til frjálsra afnota (leyfi sem samræmast CC eða í
almenningseigu).
- Býst við því að setja allan afraksturinn inn jafnóðum þ.e. matað inn
eftir því sem lengra er komið.
Fyrsti liðurinn ætti að taka 1-2 mánuði. Annar liðurinn gæti tekið
jafnlangan tíma þar sem ég mun standa í bréfasamskiptum og síðan safna
saman þeim stöðum sem eiga heima á OSM og merkja inn. Veit ekki hvað
þriðju liðurinn mun taka langan tíma en það aðallega fer eftir
samvinnuþýði hins opinbera og nennu minni. Tímarnir eru þar að auki
háðir því hversu mikið annað er að gera hjá mér.
Ef allt gengur eftir ætti að verða úr þessu routanlegt kort af
Hafnarfirði sem yrði nothæft í leiðsagnartækjum.
--
Með kveðju / With regards,
Svavar Kjarrval (svavar at kjarrval.is)
s. 863-9900
More information about the Talk-is
mailing list