[Talk-is] Friðlýst svæði á Íslandi
Davíð Jakobsson
rimmugygur at gmail.com
Thu Apr 28 17:05:56 BST 2011
Sælir,
Við höfum fengið leyfi til að flytja inn gögn um friðlýst svæði á Íslandi
frá Umhverfisstofnun. Þessi gögn eru að finna hér
http://www.ust.is/atvinnulif/sveitarfelog/landupplysingar/ Hef með tölvupóst
þeirra hér til skjalfestingar.
Ætla að búa til síðu á wikisvæði okkar um hvernig best er "tagga" þetta en
þætti vænt um ef einhver annar gæti flutt þetta inn eða gefið leiðbeiningar
um hvernig best væri að hátta því.
kveðja,
Davíð
- - - - - - - - - Áframsent skeyti - - - - - - - - - -
Frá: <jonorvar at umhverfisstofnun.is>
Dagsetning: 28. apríl 2011 10:12
Titill: Re: Efni: Beiðni um GPS hnit friðlýstra svæða
Til: Davíð Jakobsson <rimmugygur at gmail.com>
Sæll Davíð og afsakaðu hvað ég svara seint,
Ég ræddi þetta við lögfræðinga innan stofnunarinnar. Þeir þekkja því miður
ekki vel til Creative Commons en þau skilaboð sem ég fékk frá þeim er að
frjálst er að dreifa gögnunum en ef þeim er breytt þá getur Umhverfisstofnun
ekki borið ábyrgð á hinu breyttu mörkum.
Gögnin sem slík eru public domain.
Vonandi ertu einhverju nær.
Ef ekki þá er þér frjálst að hringja í mig í 5912038 og við getum þá rætt
þetta frekar.
*Bestu kveðjur, Best regards*
Jón Örvar Geirsson Jónsson
Sérfræðingur, Advisor
Svið fræðslu og upplýsinga, Department for Information and Communications
Umhverfisstofnun, Environment Agency of Iceland
Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík, Iceland
Sími / Phone: +354 591 2000
Bréfasími / Fax: +354 591 2010
Veffang / Webpage: *Http://www.ust.is* <http://www.ust.is/>
DISCLAIMER / UM TÖLVUPÓSTINN:
*Http://www.ust.is/disclaimer*<Http://www.ust.is/disclaimer>
From:
Davíð Jakobsson <rimmugygur at gmail.com>
To: jonorvar at umhverfisstofnun.is Date:
11.04.2011 17:07
Subject: Re: Efni: Beiðni um GPS hnit friðlýstra svæða
------------------------------
Sæll Jón,
Til útskýringar, þá er það einmitt málið með eins stórt sjálboðaliðaverkefni
eins og OSM er, er að það er mjög auðvelt að breyta gögnunum sem til staðar
eru. Aftur á móti er auðvitað tilgangur verkefnins að hafa þessi gögn eins
nákvæm og mögulegt er. Get ég eins tiltekið að hart er tekið á
skemmdarverkum og graffíti og að það sé alltaf möguleiki að færa gögn í
fyrra horf.
Eins, af lagalegum ástæðum er lagt mikla ástæðu á að ekki sé brotið á
höfundarrétti þeirra gagna sem rata inní grunninn. Er ég því að reyna taka
af allan vafa um að gögnin ykkar séu samhæf við það leyfi sem við notumst
við. Eins og ég tiltók áður þá má lesa nánar um leyfis mál á þessari síðu og
undirsíðum hennar:
*http://wiki.openstreetmap.org/wiki/Licence*<http://wiki.openstreetmap.org/wiki/Licence>
Endilega taktu þér tíma í að kanna hvort að þið gætuð orðið að þeirri beiðni
minni um að gefa út þessi gögn með samhæfðu leyfi eða sem frjáls gögn. Eins
og ég sagði áður þá er tilgangur verkefnins að halda úti landfræðilegum
gagnagrunni og mun verkefnið leitast við að halda þessum grunni eins
nákvæmum og uppfærðum eins og unnt er.
Með fyrirfram þökk,
Davíð Jakobsson
Þann 11. apríl 2011 08:29, skrifaði
<*jonorvar at umhverfisstofnun.is*<jonorvar at umhverfisstofnun.is>
>:
Sæll Davíð,
Það er frjálst að dreifa þessu gögnum en það má ekki breyta þeim, þ.e.a.s
breyta útlínum/mörkum svæða.
*Bestu kveðjur, Best regards*
Jón Örvar Geirsson Jónsson
Sérfræðingur, Advisor
Svið fræðslu og upplýsinga, Department for Information and Communications
Umhverfisstofnun, Environment Agency of Iceland
Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík, Iceland
Sími / Phone: +354 591 2000
Bréfasími / Fax: +354 591 2010
Veffang / Webpage: *Http://www.ust.is* <http://www.ust.is/>
DISCLAIMER / UM TÖLVUPÓSTINN:
*Http://www.ust.is/disclaimer*<Http://www.ust.is/disclaimer>
From: Davíð Jakobsson <*rimmugygur at gmail.com* <rimmugygur at gmail.com>> To:
*jonorvar at umhverfisstofnun.is* <jonorvar at umhverfisstofnun.is> Date: 10.04.2011
14:09 Subject: Re: Efni: Beiðni um GPS hnit friðlýstra svæða
------------------------------
Blessaður Jón,
Takk fyrir það. Þetta er einmitt það sem ég er að leita af. Aftur á móti gat
ég ekki fundið neinar upplýsingar sem gefa til kynna með hvaða leyfi þessi
gögn eru útgefin. Get ég litið svo á að þetta séu með öllu frjáls gögn?
kveðja,
Davíð
Þann 7. apríl 2011 13:39, skrifaði
<*jonorvar at umhverfisstofnun.is*<jonorvar at umhverfisstofnun.is>>:
Sæll Davíð,
Útmörk friðlýstra svæða er að finna á eftirfarandi slóð: *
http://www.ust.is/atvinnulif/sveitarfelog/landupplysingar/*<http://www.ust.is/atvinnulif/sveitarfelog/landupplysingar/>
Útmörkin eru bæði á shape og CAD formati.
Er það ekki annars þetta sem þú ert að leita að?
*
Bestu kveðjur, Best regards*
Jón Örvar Geirsson Jónsson
Sérfræðingur, Advisor
Svið fræðslu og upplýsinga, Department for Information and Communications
Umhverfisstofnun, Environment Agency of Iceland
Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík, Iceland
Sími / Phone: +354 591 2000
Bréfasími / Fax: +354 591 2010
Veffang / Webpage: *Http://www.ust.is* <http://www.ust.is/>
DISCLAIMER / UM TÖLVUPÓSTINN:
*Http://www.ust.is/disclaimer*<Http://www.ust.is/disclaimer>
-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: <http://lists.openstreetmap.org/pipermail/talk-is/attachments/20110428/8de4a35b/attachment.html>
More information about the Talk-is
mailing list