[Talk-is] Vantar mörg götunöfn og að laga villur
Svavar Kjarrval
svavar at kjarrval.is
Sat Dec 15 14:11:00 GMT 2012
Hæ.
Fór yfir póstnúmerin í Kópavogi í gær (200, 201 og 203) og sá að margar
götur í 203 hafa alls ekkert nafn. Lausleg yfirferð á loftmyndum bendir
líka til þess að það er ekki búið að rekja margar göturnar í
Vatnsendahverfinu. Einhver tilbúinn til þess að bjarga því?
Fór líka á OSM Inspector og sé að það er mikið af götum á
höfuðborgarsvæðinu sem hafa engin nöfn.
Sjá
http://tools.geofabrik.de/osmi/?view=highways&lon=-21.85885&lat=64.10991&zoom=11&overlays=name_missing_major,name_missing_minor
<http://tools.geofabrik.de/osmi/?view=highways&lon=-21.85885&lat=64.10991&zoom=11&overlays=name_missing_major,name_missing_minor,name_fixme>.
Ein ástæðan fyrir því að það gengur illa að finna góðar göngu- og
hjólaleiðar er að það vantar að tengja stíga við götur auk þess að það
vantar að setja inn gangbrautir á mörgum stöðum. Þetta er hluti af
stærra vandamáli en það er fjöldi slíkra atriða sem þarf að laga til að
kortið sé nothæft fyrir almenning (og fyrir okkur). Því mæli ég með því
að hver og einn skoði stöðuna á "sínu svæði" með villuleitartólunum á
http://tools.geofabrik.de/osmi/ og http://keepright.at
<http://keepright.ipax.at/> og lagi það sem hann treystir sér í að laga.
Með kveðju,
Svavar Kjarrval
-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: <http://lists.openstreetmap.org/pipermail/talk-is/attachments/20121215/a9b461f5/attachment.html>
-------------- next part --------------
A non-text attachment was scrubbed...
Name: signature.asc
Type: application/pgp-signature
Size: 836 bytes
Desc: OpenPGP digital signature
URL: <http://lists.openstreetmap.org/pipermail/talk-is/attachments/20121215/a9b461f5/attachment.pgp>
More information about the Talk-is
mailing list