[Talk-is] Hittingur? Og væntanlega stórir gagnapakkar á leiðinni

Svavar Kjarrval svavar at kjarrval.is
Thu Dec 6 00:28:36 GMT 2012


Hæ.

Nú hefur umræðan á þessum lista verið nokkuð einátta og er kominn tími á
að bæta úr því. Hvernig líst ykkur á að hittast fyrir jól og taka upp
samræður og mögulega vinna smá í OSM? Er einhver hér með aðgang að
aðstöðu gegnum vinnu eða félagsskap þar sem við gætum hist og komist í
þráðlaust net?

Á fundi hjá LÍSU-samtökunum seinasta þriðjudag var rætt um opin
landupplýsingagögn og komst ég þá að því að margar stofnanir eru að
reyna að losna við gjaldtökumúrinn þar sem gögnin sem liggja hjá þeim
nýtast nokkuð fáum. Þó er baráttan ekki alveg unnin þar sem þessar
stofnanir eru að verða af sértekjum sem þær hefðu annars fengið með sölu
gagnanna og því geta þær ekki opnað fyrir öll gögnin sí svona. Enginn
fyrirlesari og enginn úr sal mælti gegn því að opinber gögn yrðu
gjaldfrjáls og var andinn greinilega sá að opinber gögn ættu að vera
gjaldfrjáls svo almenningur geti notað þau.

Þjóðskrá er að reyna að fá í gegn gjaldskrá þar sem þeim er heimilt að
bjóða endurgjaldslaust niðurhal á hluta fasteignaskrár, þar á meðal
hnitum. Þá munum við líklega hafa heiti, auðkennisnúmer og hnit fyrir
hverja einustu fasteign á landinu. Gefið auðvitað að ráðuneytið samþykki
verðskrána.

Landmælingar Íslands eru einnig að vinna í því að gera gögnin sín
gjaldfrjáls en á vef þeirra eru nú þegar niðurhalanleg gögn.

Þá ræddi ég við nokkra frá Vegagerðinni og þeir voru nokkuð opnir á að
leyfa okkur að fá sín gögn. Þeir nefndu að þeir ættu stórt safn og
nefndi ég að við værum opin fyrir öllu sem nýtist í kortagerð. Það væri
lítið sem þeir gætu komið með og enginn hefði áhuga á. Þeir höfðu áður
látið af hendi gögn til Ívars hjá gpsmap.is en samkvæmt lýsingunni fyrir
útgáfu 2012.5 (
http://gpsmap.is/gps/index.php?option=com_content&view=article&id=121:utgafa-5-2012&catid=45:frettir&Itemid=93)
fékk hann 6 þúsund vegi sem hann hafði ekki áður ásamt brúm og
jarðgöngum úr gagnasafni Vegagerðarinnar. Miðað við framangreint samtal
held ég að þeir hjá Vegagerðinni eigi miklu meira af gögnum og nefndu
þeir meðal annars 60 eða 70 þúsund nóður með umferðarmerkjum. Gögnin sem
við munum fá þaðan munu kalla á mörg stór import í grunn OSM og mikla
vinnu við að koma þeim inn.

Með kveðju,
Svavar Kjarrval
-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: <http://lists.openstreetmap.org/pipermail/talk-is/attachments/20121206/e04d239c/attachment.html>
-------------- next part --------------
A non-text attachment was scrubbed...
Name: signature.asc
Type: application/pgp-signature
Size: 836 bytes
Desc: OpenPGP digital signature
URL: <http://lists.openstreetmap.org/pipermail/talk-is/attachments/20121206/e04d239c/attachment.pgp>


More information about the Talk-is mailing list