[Talk-is] Bréf til sveitarfélaga - staðan 17. október

Björgvin Ragnarsson nifgraup at gmail.com
Wed Oct 17 15:45:13 BST 2012


Stórfínt!

Ég skal skoða miðlínur stíga við tækifæri og bera saman við útgáfuna
sem ég færði inn í gagnagunninn um árið.

Þetta er heilmikið af gögnum og það verður klárlega að halda utan um
þetta á wiki.

kv.

Björgvin

2012/10/17 Svavar Kjarrval <svavar at kjarrval.is>:
> Hæ.
>
> Ýmislegt hefur gerst síðan 8. október þrátt fyrir að eitthvað hefur
> hægst á vegna anna hjá mér. Því hef ég ekki getað ýtt eins mikið við
> málunum og áður. Ef þið viljið vita betur um stöðu ákveðins
> sveitarfélags er hana að finna á
> https://wiki.openstreetmap.org/wiki/Icelandic:Bréf_til_sveitarstjórna .
> Reyni að bæta upp aðgerðaleysið á næstu dögum en við sjáum til hvernig fer.
>
> Sbr. ósk Ævars reyndi ég að biðja um að fá gögnin á .dxf eða .shp en það
> fellur ekki vel í þá sem ég bað um gögnin hjá, sérstaklega þar sem þeir
> telja sig þurfa að fara í ákveðna vinnu til þess að gera það. Stundum er
> um að ræða fyrirtæki eða einstaklinga sem telja sig hafa nóg annað að
> gera og eiga mjög erfitt með að veita þá vinnu frítt. Því taldi ég það
> betra að biðja bara um upprunalegu skrárnar og við reynum að umbreyta
> sjálfir. Ég þarf að reyna að „selja það“ að beiðnin sé fljótafgreidd og
> einföld í framkvæmd; Umbreytingaróskir af þessu tagi eru alls ekki að
> hjálpa til.
>
> Málum lokið:
> * Reykjavík, með opnun vefhluta á
> http://www.reykjavik.is/desktopdefault.aspx/tabid-3546/5704_view-5809/.
> Setti gögnin á http://osm.is/gogn/ en einnig hægt að ná í þau beint af
> vef þeirra. Netfangið lukr at rvk.is var ekki sett upp þegar ég tilkynnti
> um afritun þeirra af minni hálfu.
> * Fjarðabyggð, með afhendingu gagna. Setti gögnin á http://osm.is/gogn/
>
> Málum næstum lokið:
> * Akureyri sendi inn gagnapakka með loforði um seinni hluta síðar. Setti
> gögnin á http://osm.is/gogn/
> * Skeiða- og Gnúpverjahreppur nefndi að við mættum nota það sem við
> fyndum á vef þeirra. Er samt að athuga stöðuna hjá skipulags- og
> byggingafulltrúaembætti uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps. Að sögn
> þeirra eru þeir nýlega byrjaðir að setja upp sinn eiginn grunn sem er
> fátæklegur þessa stundina.
>
> Ég vona að þið hellið ykkur í gögnin til að setja þau inn. Þó væri betra
> ef þið létuð vita hvað þið eruð að taka svo það séu ekki tveir að taka
> sömu gögnin á sama tíma, sérstaklega í tilfelli gagnanna frá Reykjavík.
>
> - Svavar Kjarrval
>
> _______________________________________________
> Talk-is mailing list
> Talk-is at openstreetmap.org
> http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is
>



More information about the Talk-is mailing list