[Talk-is] Bréf til sveitarfélaga - staðan 25. september

baldvin at baldvin.com baldvin at baldvin.com
Thu Oct 18 17:48:22 BST 2012


Hæ hæ.

Í fyrsta lagi þá verð ég að fá að dást að því hvað Svavar er ötull við það
að afla gagna og ekki síður að koma þeim inn í OSM. Svona naglar skipta
okkur svo miklu máli. 

>Seinasta föstudag fór ég á fund hjá Mosfellsbæ og eftir að þau sáu ástandið
á bænum 
>í OSM vildu þau endilega afhenda okkur vektorgögnin.

Hefur eitthvað meira heyrst frá Mosfellsbæ? Ég hef verið að hinkra með að
laga bæinn eftir að hann fór í sultu þegar license hreinsunin fór fram af
því að það væri tvíverknaður ef þessi gögn sem þau töluðu um berast. En ef
þau kæmu ekki frá þeim ætla ég að koma þessu í lag sem fyrst því það er svo
sárt að horfa á bæinn svona í ólagi.

Með bestu kveðju,
Baldvin





More information about the Talk-is mailing list