[Talk-is] [Hakkavélin - 579] Re: Verkefni: Skrá öryggismyndavélar í miðborg Reykjavíkur inn á Open Street Map

Björgvin Ragnarsson nifgraup at gmail.com
Sat Jan 12 17:27:39 GMT 2013


Ég bæti íslenska OpenStreetMap póstlistanum í CC.

Talk-is: Hakkavélin er íslenskt "hackerspace", félagsrými til virkja
do-it-yourself menningu.

kv.

Björgvin

2013/1/12 Gummi A <gakera at gmail.com>:
> Hérna er frábær síða sem sýnir bara myndavélar og hvað þær eru margar á mjög
> flottan og aðgengilegan hátt:
> http://osmcamera.tk/index.php?lat=64.12648781&lon=-21.83790207&zoom=12
>
> (Þakkir fær Björgvin fyrir að benda á).
>
> Kv, Gummi A
>
>
> 2013/1/12 Hakkavélin <hakkavelin at gmail.com>
>>
>> Góðan daginn,
>>
>> Hér er verkefni sem allir geta tekið þátt í. Markmiðið er að skrá inn á
>> Open Street Map (OSM) í það minnsta 100 öryggismyndavélar á almenningssvæðum
>> utandyra á höfuðborgarsvæðinu, þá sérstaklega í miðborg Reykjavíkur, á árinu
>> 2013.
>>
>> Verkefnið skiptist í nokkra þætti.
>>
>> 0: Skipulag
>> Til að virkja sem flesta í skráningu er mikilvægt að ásýnd verkefnisins sé
>> ekki íþyngjandi. Því er mikilvægt að þeir sem slíkt geta setji fram
>> leiðbeiningar um hvernig hægt er að framkvæma skráningu. Fyrsta skrefið er
>> nú þegar tekið, hérna eru leiðbeiningar um hvernig á að nota iPhone til skrá
>> slíkar upplýsingar inn á OSM:
>>
>> http://www.instructables.com/id/Add-POI-locations-to-OSM-using-your-iPhone/?ALLSTEPS
>> Endilega komið á framfæri sambærilegum skrefum fyrir önnur tæki og tól. Ef
>> þið viljið setja slíkt fram í nafni hakkavélarinnar, líkt og iPhone
>> leiðbeiningarnar eru, sendið þá tölvupóst varðandi slíkt á
>> hakkavelin at gmail.com.
>>
>> 1: Skráning
>> Það er líklega mesta vinnan fólgin í því að skrá niður sjálfar
>> staðsetningarnar inn á OSM. Því er mikilvægt að sem flestir nýti sér öll
>> tækifæri til slíks. Því fleiri sem hafa tækifæri til skráningar, því fleiri
>> skráningar verða framkvæmdar.
>> Það sem þarf er OSM aðgangur, sem skýrt er í leiðbeiningunum hér fyrir
>> ofan. Athugið sérstaklega að öryggismyndavélar innandyra eru ekki í umfangi
>> þessa verkefnis
>>
>> 2: Skoðun
>> Open Street Map hefur þann kost að vera opið og því allir möguleikar opnir
>> við að skoða það. Framsetning og samantekt á stöðu skráningar mætti
>> hinsvegar vera betri, augljós leið til að skoða bara skráðar
>> öryggismyndavélar á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki fundist enn. Ef þið vitið
>> um auðvelda leið til að skoða bara skráðar öryggismyndavélar á
>> höfuðborgarsvæðinu megið þið endilega koma þeim á framfæri.
>>
>> Allar tillögur er vel þegnar, varðandi öll þessi skref. Ekki hika við að
>> segja ykkar skoðun á hvernig og hvað er best að skrá.
>>
>> Kv,
>> Hakkavélin.
>>
>



More information about the Talk-is mailing list