[Talk-is] Hvað ætti félagið að heita?

Jóhannes Birgir Jensson joi at betra.is
Tue Oct 8 18:43:00 UTC 2013


Jóhannes hér.

Ég er búinn að panta Kórinn í Bókasafni Kópavogs (sem er ekki Kórinn í 
Kórahverfi Kópavogs). Þetta er fundarsalur á fyrstu hæð í Hamraborg, 
strætó stoppar beint fyrir utan (á 2. hæð...) , það er gott aðgengi 
fyrir fatlaða, lyfta við hlið efri inngangs og fundarherbergis.

Upplýsingar um salinn: http://bokasafnkopavogs.is/is/page/korinn
Kort: 
http://www.openstreetmap.org/?mlat=64.11163&mlon=-21.90930#map=17/64.11163/-21.90930


Salurinn er pantaður fimmtudaginn 24. október 2013, klukkan 17 til 19. 
Jólaleikrit hafði af okkur laugardaginn.

Open Access vikan er 21. til 27. október þannig að tímasetningin rímar 
skemmtilega við það.

Ég sló fram nafninu "Almenna kortafélagið" og finnst það skemmtilegri 
nálgun að því að gögnin séu í almannaeign heldur en "Opna kortafélagið" 
eða "Frjálsa kortafélagið", opin og frjáls gögn er ekki alveg að festa 
sig í sessi í mínum munni. Bíð spenntur eftir öðrum hugmyndum að nafni 
félagsins.

Varðandi tilgang félagsins þá er ég sjálfur veikur fyrir því að 
einskorða okkur ekki bara við Ísland, reynsla okkar og þekking getur 
vonandi nýst öðrum fjarlægari stöðum, hér hugsa ég persónulega til dæmis 
til Færeyja og Botswana.

Áhersla á OSM finnst mér að megi vera til staðar í starfinu en almennt 
ætti félagið að bera opna kortagerð í hjarta sínu, ef að OSM dettur 
niður sjálfdautt þá væri það ekki ástæða til þess að leggja félagið 
niður enda hægt að nálgast öll tól sjálfur til að koma svipuðu á 
laggirnar, þó ekki nema fyrir Ísland.

Að auki hýsir OSM ekki hæðarupplýsingar til dæmis og hefur engan áhuga á 
því. Þau kort með hæðarlínum sem byggja á OSM fá hæðarlínurnar annar 
staðar frá.

--Jói



Þann 8.10.2013 18:21, skrifaði Svavar Kjarrval:
> Hæ.
>
> Nú erum við Jóhannes að undirbúa stofnfundinn sem á að vera síðar í
> þessum mánuði. Það eru pælingar hvort félagið ætti að einbeita sér að
> OpenStreetMap þar sem önnur opin kortagerð ætti að vera afleiðing/í
> hjáverkum, eða ætti aðaltilgangur þess að vera opin kortagerð á Íslandi,
> hvort sem það er OSM eða ekki?
>
> Auglýsi ég eftir skoðun ykkar á því og einnig tillögur að því hvað
> félagið ætti að heita.
>
> Með kveðju,
> Svavar Kjarrval
>
>
> _______________________________________________
> Talk-is mailing list
> Talk-is at openstreetmap.org
> https://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is

-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: <http://lists.openstreetmap.org/pipermail/talk-is/attachments/20131008/ac8db909/attachment.html>


More information about the Talk-is mailing list