[Talk-is] Nýir skilmálar Landmælinga Íslands
Jóhannes Birgir Jensson
joi at betra.is
Fri Oct 11 16:58:22 UTC 2013
Varðandi hæðarlínur þá eru þær ekki settar í OSM heldur geymdar annar
staðar. Fyrsta hýsingarverkefni OSM-is (hvað svo sem það mun heita?) ?
--Jói
Þann 11.10.2013 14:06, skrifaði Svavar Kjarrval:
> Tók nokkurn tíma að umbreyta mörgum gögnunum í .osm snið svo ég gat
> ekki farið að skoða þetta fyrr en í dag.
>
> Helstu þekjurnar sem við gætum haft áhuga eru:
> * fjarskiptamannvirki - nóður.
> * mannvirki - línur, held rafmagnslínur.
> * mannvirki - punktar, veit samt ekki alveg hvað þeir eiga að standa
> fyrir en þeir eru aðallega utan þéttbýlisins.
> * mörk, héraðsdómstólar - þau svæði sem hver þeirra nær til.
> * mörk, efnahagslögsaga - svæði sem spannar sjóinn umhverfis Íslands.
> * mörk, heilbrigðiseftirlit - svæði sem hvert heilbrigðiseftirlit sér um.
> * mörk, heilbrigðisumdæmi -
> http://www.velferdarraduneyti.is/stofnanir/nr/31633
> * mörk, kjördæmi - kjördæmi fyrir alþingiskosningar.
> * mörk, landhelgi - 12 mílna landhelgi frá ströndinni, þó fer línan
> ekki eins mikið inn í firði og er nú þegar á OSM.
> * mörk, lögregluumdæmi - skipting Íslands í umdæmi lögregluembætta.
> * mörk, póstnúmer - svæði sem hvert póstnúmer nær yfir.
> * mörk, sóttvarnarumdæmi -
> http://www.velferdarraduneyti.is/stofnanir/nr/31640
> * mörk, sveitarfélög - svæði sem tilheyra hverju sveitarfélagi.
> * mörk, umdæmi - sýslumannaumdæmi.
> * samgöngur, svæði - flugvellir á Íslandi.
> * samgöngur, línur - miðlínur gatna á Íslandi. Galli, það stendur að
> Samsýn sé gagnaeigandi lína í mörgum sveitarfélögunum svo leyfismál
> eru óviss þessa stundina.
> * slökkvilið - svæði slökkviliðsumdæma.
> * strandlína - strandlína meginlandsins og eyja sem tilheyra því. Nöfn
> fylgja ekki í þessari skrá.
> * sveitarfélög - mörk sveitarfélaga frá upphafi 20. aldar. Höfum
> mestan áhuga á nýjustu útgáfunni (frá 2012).
> * vatnafar, svæði - vötn og ár skilgreind sem svæði.
> * vatnafar, línur - ekki alveg viss en grunar að það séu ár og skurðir.
> * yfirborð - ekki viss. Gætir verið tegund yfirborðs eins og gras,
> hraun og svoleiðis.
> * örnefni, svæði - ýmis svæði sem heita eitthvað. Ekki augljóst
> hverskonar svæði er um að ræða í hvert skipti.
> * örnefni, línur - örnefni sem eru skilgreind með línum, erfitt að
> setja inn en gæti verið gagnlegt sem tilvísun.
> * örnefni, punktar - örnefni í punktaformi. Virðast vera margir
> fjalltindar þarna.
>
> Einnig eru hæðarlínur en skráin er of stór til að ég gæti hlaðið henni
> inn í Merkaartor og hef ekki náð að skoða.
>
> - Svavar Kjarrval
>
> On 11/10/13 00:15, Jóhannes Birgir Jensson wrote:
>> Hvað nákvæmlega er að fá þarna, vegakerfið, hæðarlínur, ár, og svo
>> framvegis?
>>
>> Massíft að fá þetta inn.
>>
>> Þann 10.10.2013 15:33, skrifaði Svavar Kjarrval:
>>> Hæ.
>>>
>>> Frá og með deginum í dag er hægt að skrá sig inn á niðurhalssíðu
>>> kortagagna hjá Landmælingum Íslands og fá kortagögn stofnunarinnar
>>> undir nýjum skilmálum[1]. Þeir eru byggðir á Open Government Licence
>>> og það eru fordæmi fyrir því að gögn undir því leyfi hafi verið
>>> formlega sett inn á OSM. Við getum því byrjað að undirbúa
>>> innleiðingarferlið fyrir þau gögn. Gagnamagnið er það mikið að við
>>> ættum (helst) að nota formlega ferlið.
>>>
>>> Ætla að skoða gögnin nánar og reyna að búa til lista yfir þau
>>> helstu. Við getum síðan í framhaldinu ákveðið forgangsröðunina.
>>> Einnig finnst mér að stofnfundurinn 24. október næstkomandi ætti að
>>> þakka Landmælingum Íslands fyrir gagnaframlagið.
>>>
>>> [1]
>>> http://www.lmi.is/wp-content/uploads/2013/10/Leyfi-fyrir-gjaldfrj%C3%A1ls-g%C3%B6gn-LM%C3%8D-Almennir-skilm%C3%A1lar.pdf
>>>
>>> Með kveðju,
>>> Svavar Kjarrval
>>>
>>>
>>> _______________________________________________
>>> Talk-is mailing list
>>> Talk-is at openstreetmap.org
>>> https://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is
>>
>>
>>
>> _______________________________________________
>> Talk-is mailing list
>> Talk-is at openstreetmap.org
>> https://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is
>
>
>
> _______________________________________________
> Talk-is mailing list
> Talk-is at openstreetmap.org
> https://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is
-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: <http://lists.openstreetmap.org/pipermail/talk-is/attachments/20131011/20ff8826/attachment-0001.html>
More information about the Talk-is
mailing list