[Talk-is] Fwd: Tillaga um endurvakningu Landfræðifélagsins fyrir opna og frjálsa útgáfu kortaganga.
Jóhannes Birgir Jensson
joi at betra.is
Fri Oct 11 20:57:43 UTC 2013
Þessi póstur átti að fara á listann en ég sá hann aldrei
Tillaga frá Kára Gunnarssyni
---------- Forwarded message ----------
From: *Kári Gunnarsson*
Date: Friday, 11 October 2013
Subject: Tillaga um endurvakningu Landfræðifélagsins fyrir opna og
frjálsa útgáfu kortaganga.
Tillaga um endurvakningu Landfræðifélagsins fyrir opna og frjálsa
útgáfu kortaganga.
Landfræðifélagið „the Geographical Society of Iceland (GSI)“ var
stofnað árið 1979 og starfaði til ársins 1991 en þá tók við verkefnum
þess Félag landfræðinga „The Association of Icelandic Geographers
(AIG)“, stofnað 1988.
Meginmunur var á stefnum þessara tveggja félaga, þar sem annað var
opið öllum almenningi á meðan hitt var aðeins opið þeim sem höfðu
lokið menntun sem landfræðingar. Í dag er sá veruleiki að það eru
margar námsbrautir sem mennta fólk til landfræðilegrar hugsunar með
áherslu á eitt eða fleiri viðfangsefni, þar get ég nefnt sem dæmi
skipulagsfræði, umhverfisfræði, náttúrufræði og ferðamálafræði. Þó svo
að þessi fjölbreytni sé góð í sjálfusér þá tel ég að best væri að
skipta þessum tveim félögum upp að nýju.
Sprottinn er upp hópur þar sem ég er meðlimur sem safnar frjálsum
landfræðigögnum fyrir verkefnið openstreetmap.org
<http://openstreetmap.org> (OSM) þessi hópur á
það sameiginlegt með hugsjón gamla landfræðifélagsins að það er opið
öllum almenningi. Nú er sú stund hjá þessum hóp að hann vill gera um
sig félag og taka jafnvel upp fleiri landfræðileg verkefni þar sem
gögnum væri safnað og þau gefin frjáls og opin. Þegar ég áttaði mig á
þeim metnaði sem liggur í hópnum um fjölbreytt verkefnatök í umræðu
um nafngift nýs félags þá var mér hugsað til gamla Landfræðifélagsins
og þeirra verkefna sem félag landfræðinga hefur haft óhreyfð til
nokkura ára, til dæmis landfræðiorðasafnið, en ég hef verið með
formlega umsjá um það frá aðalfundi AIG 2005.
Ég vil því gera það að tillögu minni hjá OSM hópnum að hýsa OSM
verkefnið hjá Landfræðifélaginu (GSI), bjóða OSM hópnum að taka við
stjórn þess félags og halda formlegan aðalfund GSI. Sem stjórnarmaður
AIG þá tel ég að þessi útfærsla gagnist okkur öllum hvað best.
Mér ætti vænt um að heyra frá ykkur um þessa tillögu mína, bréf þetta
er sent út bæði á póstlista AIG og OSM. Eldri félagar AIG gætu
upplýst mig um atriði sem hafa farið framhjá mér við skoðun mína og
félagar OSM gætu haft einhverjar efasemdir sem gott væri að hafa í
huga við útfærsluna á þessari tillögu. Ef þetta gengur ekki upp, þá er
svo sem lítið mál að stofna nýtt félag um OSM verkefnið og önnur
verkefni sem við viljum sinna innan þess ramma, en mér finnst þetta
reynandi þar sem Landfræðifélagið á sér góða sögu og góðan tilgang sem
byggja má á.
Fréttir af stofngerð almenna Landfræðifélagsins (GSI) má lesa hér:
(http://landfraedi.is/PDF/Landp%C3%B3star/1979/tbl1vol01.pdf)
Skráning Landfræðifélagsins (GSI) í fyrirtækjaskrá , sjá hér:
(http://www.rsk.is/fyrirtaekjaskra/leit/kennitala/5005790139)
Skráning Félag landfræðinga (AIG) í fyrirtækjaskrá, sjá hér:
(http://www.rsk.is/fyrirtaekjaskra/leit/kennitala/6501881289)
Með bestu kveðjum
Kári Gunnarsson landfræðingur
--
Kári Gunnarsson
kari.gunnarsson at simnet.is <javascript:;>
gsm: +354 8645189
--
Kári Gunnarsson
kari.gunnarsson at simnet.is <mailto:kari.gunnarsson at simnet.is>
gsm: +354 8645189
-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: <http://lists.openstreetmap.org/pipermail/talk-is/attachments/20131011/1115f4c6/attachment.html>
More information about the Talk-is
mailing list