[Talk-is] Fwd: Tillaga um endurvakningu Landfræðifélagsins fyrir opna og frjálsa útgáfu kortaganga.
Jóhannes Birgir Jensson
joi at betra.is
Sat Oct 12 01:21:17 UTC 2013
Sæl verið þið, legið undir feld með þetta síðan ég heyrði þetta í kvöld.
Að því gefnu að gildandi lög félagsins leyfi stjórnarskiptin og hægt er
að aðlaga lögin þannig að þau henti, í einu vetfangi á aðalfundinum, þá
sé ég ekki meinbugi á þessum ráðahag, séu engin mótmæli frá AIG
(menntuðum landfræðingum og fyrrum félögum GSI).
Lögin sem Kári tengdi á eru frá stofnfundinum, spurning hvort að
núverandi lög félagsins séu samhljóða? Tilgangur þess félags var
kennslumiðaðri en við áætlum sjálf með OSM-tengdu félagi.
Með kveðju,
Jói
Þann 11.10.2013 20:57, skrifaði Jóhannes Birgir Jensson:
> Þessi póstur átti að fara á listann en ég sá hann aldrei
>
> Tillaga frá Kára Gunnarssyni
>
>
> ---------- Forwarded message ----------
> From: *Kári Gunnarsson*
> Date: Friday, 11 October 2013
> Subject: Tillaga um endurvakningu Landfræðifélagsins fyrir opna og
> frjálsa útgáfu kortaganga.
>
>
> Tillaga um endurvakningu Landfræðifélagsins fyrir opna og frjálsa
> útgáfu kortaganga.
>
> Landfræðifélagið "the Geographical Society of Iceland (GSI)" var
> stofnað árið 1979 og starfaði til ársins 1991 en þá tók við verkefnum
> þess Félag landfræðinga "The Association of Icelandic Geographers
> (AIG)", stofnað 1988.
>
> Meginmunur var á stefnum þessara tveggja félaga, þar sem annað var
> opið öllum almenningi á meðan hitt var aðeins opið þeim sem höfðu
> lokið menntun sem landfræðingar. Í dag er sá veruleiki að það eru
> margar námsbrautir sem mennta fólk til landfræðilegrar hugsunar með
> áherslu á eitt eða fleiri viðfangsefni, þar get ég nefnt sem dæmi
> skipulagsfræði, umhverfisfræði, náttúrufræði og ferðamálafræði. Þó svo
> að þessi fjölbreytni sé góð í sjálfusér þá tel ég að best væri að
> skipta þessum tveim félögum upp að nýju.
>
> Sprottinn er upp hópur þar sem ég er meðlimur sem safnar frjálsum
> landfræðigögnum fyrir verkefnið openstreetmap.org
> <http://openstreetmap.org> (OSM) þessi hópur á
> það sameiginlegt með hugsjón gamla landfræðifélagsins að það er opið
> öllum almenningi. Nú er sú stund hjá þessum hóp að hann vill gera um
> sig félag og taka jafnvel upp fleiri landfræðileg verkefni þar sem
> gögnum væri safnað og þau gefin frjáls og opin. Þegar ég áttaði mig á
> þeim metnaði sem liggur í hópnum um fjölbreytt verkefnatök í umræðu
> um nafngift nýs félags þá var mér hugsað til gamla Landfræðifélagsins
> og þeirra verkefna sem félag landfræðinga hefur haft óhreyfð til
> nokkura ára, til dæmis landfræðiorðasafnið, en ég hef verið með
> formlega umsjá um það frá aðalfundi AIG 2005.
>
> Ég vil því gera það að tillögu minni hjá OSM hópnum að hýsa OSM
> verkefnið hjá Landfræðifélaginu (GSI), bjóða OSM hópnum að taka við
> stjórn þess félags og halda formlegan aðalfund GSI. Sem stjórnarmaður
> AIG þá tel ég að þessi útfærsla gagnist okkur öllum hvað best.
>
> Mér ætti vænt um að heyra frá ykkur um þessa tillögu mína, bréf þetta
> er sent út bæði á póstlista AIG og OSM. Eldri félagar AIG gætu
> upplýst mig um atriði sem hafa farið framhjá mér við skoðun mína og
> félagar OSM gætu haft einhverjar efasemdir sem gott væri að hafa í
> huga við útfærsluna á þessari tillögu. Ef þetta gengur ekki upp, þá er
> svo sem lítið mál að stofna nýtt félag um OSM verkefnið og önnur
> verkefni sem við viljum sinna innan þess ramma, en mér finnst þetta
> reynandi þar sem Landfræðifélagið á sér góða sögu og góðan tilgang sem
> byggja má á.
>
> Fréttir af stofngerð almenna Landfræðifélagsins (GSI) má lesa hér:
> (http://landfraedi.is/PDF/Landp%C3%B3star/1979/tbl1vol01.pdf)
>
> Skráning Landfræðifélagsins (GSI) í fyrirtækjaskrá , sjá hér:
> (http://www.rsk.is/fyrirtaekjaskra/leit/kennitala/5005790139)
>
> Skráning Félag landfræðinga (AIG) í fyrirtækjaskrá, sjá hér:
> (http://www.rsk.is/fyrirtaekjaskra/leit/kennitala/6501881289)
>
> Með bestu kveðjum
>
> Kári Gunnarsson landfræðingur
>
>
> --
> Kári Gunnarsson
> kari.gunnarsson at simnet.is <javascript:;>
> gsm: +354 8645189
>
>
>
> --
> Kári Gunnarsson
> kari.gunnarsson at simnet.is <mailto:kari.gunnarsson at simnet.is>
> gsm: +354 8645189
>
>
>
>
>
> _______________________________________________
> Talk-is mailing list
> Talk-is at openstreetmap.org
> https://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is
-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: <http://lists.openstreetmap.org/pipermail/talk-is/attachments/20131012/c96326de/attachment.html>
More information about the Talk-is
mailing list