[Talk-is] Tenging stíga og rútun fyrir gangandi og hjólandi

Arni Davidsson arnid65 at gmail.com
Thu Aug 14 11:00:10 UTC 2014


Þar sem ég er varaformaður Landssamtaka hjólreiðamanna og Morten er
formaður ætti það að vera hæg heimatökin að segja hvað hjólreiðafólki
finnst vera aðalleiðir og hvað tengileiðir. Strava virðist líka koma að
góðu gagni þar eins og þú bendir á. Það hjálpar til að finna bestu
leiðirnar þegar farið er um lengri veg.

Vandinn er kannski samt meiri en svo. Það vantar kortafólk til að breyta
kortinu og að það sé gert með samræmdum hætti af þeim sem eru að vinna í
því. Nú er ég t.d. aðeins búin að vera að vinna í kortinu (samt mjög lítið)
með því að segja bicycle=yes á göngustíga til að bæta leiðaval en þú ert
væntanlega búin að nema það úr gildi (ég er ekkert sár tek það fram). Ég
væri til í að vinna meira í þessu og reyna að mennta fleiri til að gera það
en þá þarf að vera skýrt hvernig verkið á að vera unnið. Markmiðið er að
sýna hjólaleiðir á Open street map og að leiðaleit/rútun virki eins og það
gerir þegar reyndur hjólreiðamaður finnur stystu og bestu leiðina milli
tveggja staða.

Við getum heldur ekki ákveðið hvað eru réttar leiðir og hvað tengileiðir
fyrir alla þótt það sé rétt að skilgreina þær eins og þú hefur verið að
gera með "Relation cycle route". Það þarf líka að vera hægt að finna réttar
leiðir á styttri vegalengdum. Það virðast að einhverju leyti háð
vefsíðu/rútnarvél en sennilega er mest um það að einhverjar tengingar
vantar og núna að tengingar vantar um gangstéttir sem samkvæmt hefð eru
notuð af hjólreiðafólki til að hjóla á. Ég ætla að sýna dæmi frá tvemur
mismunandi leiðaleitavélum úr Hlíðunum:

http://is.ridethecity.com/iceland#3661323
Hjólandi og gangandi mynd úr http://openrouteservice.org/?lang=en

Þarna vantar væntanlega að skilgreina gangstéttir sem bicycle=yes því ekki
getum við sagt að leyfilegt sé að hjóla á móti einstefnu þótt það sé það
sem flestir reyndir hjólreiðamenn gera vegna þess að þannig eru þeir
öruggastir í umferðinni. Það væri þá hægt að segja t.d. að aðeins ein
gangstétt sé bicycle=yes í gegnum Hliðarnar til að opna þar tengingu (þótt
hjóla megi á þeim öllum). Reyndar vantar líka að tengja gangbrautir og
þveranir yfir Lönguhlíð til að þetta virki sbr. mynd fyrir gangandi. Það
þarf síðan líka að hugsa leiðaleitina fyrir gangandi sem er mjög háð því að
þveranir séu yfir götur. Varðandi gangstéttagögnin væri kannski fljótlegast
að skilgreina götur með einhverju tagi sem segir að gangstétt sé meðfram
götu öðru megin eða báðu megin og láta gangstéttagögnin lönd og leið??? Þau
virðast skapa fleiri vandamál en þau leysa.

Þannig er fullt af tengingum sem vantar til að leiðaleit/rútun virki sem
skyldi. Það er samt jákvætt hvað gengur vel að finna staði núna því flest
húsnúmer og götur eru komnar inn þannig að fólk ætti auðveldlega að geta
fundið þá staði sem það ætlar á. Flest allir stígar og gangstéttir eru líka
á kortinu þannig að oft ætti það að geta áttað sig á betri leiðum þegar
leiðaleitin virkar ekki sem skyldi.

kveðja
Árni






2014-08-13 20:19 GMT+00:00 Jóhannes Birgir Jensson <joi at betra.is>:

>  Svo er Strava með annað sniðugt - það er hægt að tilkynna vandamál í
> Strava og þau birtast hér.
>
> http://labs.strava.com/routing-errors/#10000000/12/-21.88528/64.13128
>
>
>  Þann 13.8.2014 18:03, skrifaði Jóhannes Birgir Jensson:
>
> Sýnist að það séu 46 manneskjur og einn botti (archive) á póstlistanum.
>
> Ég var ekki búinn að skoða þetta á wiki.
>
> Það væri frábært að fá hjólaleiðahópinn í gang, ef það væri hægt að
> setjast niður með hjólafólki (eru ekki samtök hjólafólks nýstofnuð) og fara
> yfir hvernig almennt mat allra er á hvað teljist "stofnbrautir" í
> hjólaleiðum og svo hvað eru hliðarbrautir (göngustígar sem tengja saman og
> þess háttar).
>
> Ef að slíkur hjólahópur getur náð lendingu þá er frekar einfalt að koma
> því á kortið.
>
> Þann 13.8.2014 16:29, skrifaði Arni Davidsson:
>
> Þurfum við ekki að uppfæra þetta skjal með nýjustu upplýsingum:
> http://wiki.openstreetmap.org/wiki/WikiProject_Iceland/Cycleways
>
>  Hjólaleiðahópur Hliðskjálfs hefur ekkert starfað ennþá. Hverjir mundu
> vilja vera með í honum?
>  Mig mundi langa til að hafa fund í byrjun september og fara yfir
> álitaefni og stilla saman strengi svo við séum á sömu blaðsíðu og gerum
> hlutina á svipaðan hátt. Þá væri hægt að uppfæra wiki skjalið með nákvæmari
> leiðbeiningum í kjölfarið.
>
>  Sem sagt hverjir vilja vera með?
>
> p.s. Hversu margir eru áskrifendur á talk.is??
>
>  kveðja
>  Árni
>
>
>
>
>
>
>
> 2014-08-12 19:33 GMT+00:00 Jóhannes Birgir Jensson <joi at betra.is>:
>
>>  Já ég held, að svo stöddu, að þetta sé besta lausnin. Pössum auðvitað
>> upp á að allir sértækir hjólastígar séu merktir inn sérstaklega.
>>
>> http://cycle.travel/map er nýtt dæmi með rútun, þeir hafa ekki sett
>> Ísland inn en það ætti að vera auðvelt - ég ætlaði að hafa samband aftur
>> við þá þegar höfuðborgarsvæðið væri orðið aðeins betra.
>>
>> Var að prófa hvernig rútunin virkar hjá þeim með því að velja tvo staði á
>> kortinu, fór fyrstu beygjurnar á hjólastíg, svo vísað á umferðargötu, aftur
>> á hjólastíg, götu og endaði á hjólastíg.
>>
>> --Jói
>>
>>
>>  Þann 12.8.2014 15:31, skrifaði Arni Davidsson:
>>
>>   Takk fyrir þetta.
>>
>>  Er lausnin þá að láta hjólaleiðir liggja um vegi og um sérstaka
>> hjólastíga en ef slíkar leiðir eru ekki finnanlegar þá er sett bicycle=yes
>> á foot path líka til að tengja?
>>
>> Ég sendi póst á Ride the city og spurði hversu oft þeir uppfæra gögnin.
>>
>>  Er hægt að benda á önnur Open street map kort sem uppfæra oftar en Ride
>> the city og hafa svipaða notkunarmöguleika.
>> http://openrouteservice.org/?lang=en er eitt en er ekki alveg jafn
>> liðlegt að færa upphafs- og endastað.
>>
>>  kveðja
>>  Árni
>>
>>
>>
>>
>>
>>
>>
>> 2014-08-11 19:25 GMT+00:00 Jóhannes Birgir Jensson <joi at betra.is>:
>>
>>>  Ég er búinn að vera að gera skurk í þessu og þegar RideTheCity
>>> uppfærir sig sést að mikið af gangstéttum hverfa sem hjólastígar.
>>>
>>> Ég er líka búinn að vera að reyna að skilgreina sérstaka hjólaleiðir
>>> (Relation Cycle Route) og afraksturinn sést betur á OpenCycleMap sem
>>> uppfærir kortið vikulega frá OSM. Nýjar leiðir frá mér þarna eru
>>> Kópavogsstígur, Kársnesstígur og svo Elliðaárdalsstígarnir.
>>>
>>> http://opencyclemap.org/?zoom=12&lat=64.12851&lon=-21.89742&layers=B0000
>>>
>>> Ég áleit sem svo að best sé að taka bicycle=yes af öllum foot path og
>>> svo bætum við þeim á það sem við teldum vera hjólastíga, ekki gangstéttir
>>> nema þær geta hins vegar verið hluti hjólaleiða.
>>>
>>> Þeir sem muna hvernig OpenCycleMap leit út áður muna kannski að það var
>>> eiginlega allt í bláum strikum á öllum gangstéttum sem flækti málin frekar
>>> en einfaldaði.
>>>
>>> Nú síðast var ég að skoða tólið sem Strava var að búa til fyrir OSM, þar
>>> sem þeir nota hlaupa- og hjólagögnin til að hjálpa OSM að nálgast betur
>>> leiðir. Það verður enginn svikinn af þessum fyrirlestri og tólið sem þeir
>>> benda á þar svínvirkar, ég var að prófa það.
>>> http://stateofthemap.us/session/slide/
>>>
>>> Ég sakna svo leiða sem þekkjast sem á meðal hjólreiðamanna, til dæmis
>>> rakst ég á feril frá fyrrum vinnufélaga sem fór Jaðarinn sagði hann.
>>>
>>> Það er mýgrútur af tækifærum þarna til að laga og það eru til fleiri tól
>>> en RideTheCity sem virðast eitthvað rólegir í að updeita.
>>>
>>>
>>>
>>>  Þann 11.8.2014 16:26, skrifaði Arni Davidsson:
>>>
>>>   Sæl
>>>
>>>  Á að skrifa hér á ensku frekar en íslensku? Ég byrja allavega á
>>> íslensku.
>>>
>>>  Það hefur áður verið minnst á að leiðavalið (routing) fyrir gangandi og
>>> hjólandi sé ekki að ganga sem skyldi í Open street map. Ástæðan er að hluta
>>> til innfærsla á gögnum yfir stíga frá sveitarfélögunum því í þeim gögnum
>>> virðast stígar oft ekki tengdir yfir götur né við götu. Þannig virkar
>>> leiðavalið ekki vegna þess að stígar eru einfaldlega ekki tengdir. Það er
>>> fyrirsjáanlegt að það er talsverð vinna að tengja stígana. Sjá t.d. það sem
>>> gerist hér að neðan í ridethecity og hvernig gögnin líta út í openstreetmap
>>> og í borgarvefsjá:
>>>
>>> http://is.ridethecity.com/#3655489
>>> http://www.openstreetmap.org/#map=17/64.14255/-21.90141&layers=C
>>>
>>> http://borgarvefsja.reykjavik.is/borgarvefsja/?_ga=1.45753188.1365589408.1360679825
>>>
>>>  Það er spurning hvort stígagögn sveitarfélaganna hafi ekki verið
>>> hálfgerður bjarnargreiði frá þessum sjónarhóli en spurningin er hvernig á
>>> að laga þetta? Á bara að hella sér í að tengja stíga við götur og yfir
>>> götur þar sem um þverun er að ræða. Eins og þið sjáið í Hátúni er fullt af
>>> þverunum og meira að segja þveranir á gangbrautarljósum á Laugavegi koma
>>> ekki fram í Openstreetmap.
>>>
>>>  Einhverjar snjalla hugmyndir?
>>>
>>>  kveðja
>>>  Árni Davíðsson
>>>
>>>
>>>
>>> --
>>> Árni Davíðsson
>>> arnid65 at gmail.com
>>>
>>>
>>>  _______________________________________________
>>> Talk-is mailing listTalk-is at openstreetmap.orghttps://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is
>>>
>>>
>>>
>>> _______________________________________________
>>> Talk-is mailing list
>>> Talk-is at openstreetmap.org
>>> https://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is
>>>
>>>
>>
>>
>> --
>> Árni Davíðsson
>> arnid65 at gmail.com
>>
>>
>> _______________________________________________
>> Talk-is mailing listTalk-is at openstreetmap.orghttps://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is
>>
>>
>>
>> _______________________________________________
>> Talk-is mailing list
>> Talk-is at openstreetmap.org
>> https://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is
>>
>>
>
>
> --
> Árni Davíðsson
> arnid65 at gmail.com
>
>
> _______________________________________________
> Talk-is mailing listTalk-is at openstreetmap.orghttps://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is
>
>
>
>
> _______________________________________________
> Talk-is mailing listTalk-is at openstreetmap.orghttps://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is
>
>
>
> _______________________________________________
> Talk-is mailing list
> Talk-is at openstreetmap.org
> https://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is
>
>


-- 
Árni Davíðsson
arnid65 at gmail.com
-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: <http://lists.openstreetmap.org/pipermail/talk-is/attachments/20140814/ee9caebc/attachment-0001.html>
-------------- next part --------------
A non-text attachment was scrubbed...
Name: Hlidarnar.jpg
Type: image/jpeg
Size: 336079 bytes
Desc: not available
URL: <http://lists.openstreetmap.org/pipermail/talk-is/attachments/20140814/ee9caebc/attachment-0002.jpg>
-------------- next part --------------
A non-text attachment was scrubbed...
Name: Hli?arGangandi.jpg
Type: image/jpeg
Size: 269578 bytes
Desc: not available
URL: <http://lists.openstreetmap.org/pipermail/talk-is/attachments/20140814/ee9caebc/attachment-0003.jpg>


More information about the Talk-is mailing list