[Talk-is] Hveragerði uppfært með staðfangaskrá

Jóhannes Birgir Jensson joi at betra.is
Sun Feb 21 01:46:32 UTC 2016


Hæ hæ.

Staðfangaskrá er opinbert gagnasett sem við getum nýtt okkur við 
húsnúmerafærslur.

Ég var að smella heimilisföngum á Hveragerði með því að nota 
staðfangaskrána til hliðsjónar, frekar en að flytja inn alla punktana 
sem address nodes þá fann ég rétta byggingu og uppfærði hana (notaði 
QGis til hliðsjónar).

Það væri gott að fá fleiri GPS ferla inn þar, loftmyndirnar eru ekki 
alveg sammála og blessuð Varmáin hlykkjast undarlega um, sums staðar 
munar meter eða svo á loftmyndum og sums staðar erum við komin í tíu metra.

Eru einhver sveitarfélög sem sárvantar heimilisföng sem fólk man eftir?


-kveðja,
Jói / Stalfur




More information about the Talk-is mailing list