[Talk-is] Eyðing gangstétta sem sérleiða

Jóhannes Birgir Jensson joi at betra.is
Wed Sep 13 08:52:09 UTC 2017


Við merkjum gangbrautir inn og meira að segja tengjum fláka þar sem 
gangbraut er ekki en ætlast til að umferð fari þar yfir (biðskyldur við 
mynni íbúagatna til dæmis).

Við höfum víkkað út stígakerfið einmitt til að auðvelda rötun, bætt við 
tengingum þar sem þarf.

Hættan við að nota sidewalk=left/right/both er að til dæmis left og 
right ræðst af áttinni sem gatan snýr í - ef henni er snúið við þá þarf 
að muna að snúa líka right/left.

Þetta tíðkast á mun fleiri stöðum en okkar, munurinn er kannski sá að 
ekki hafa allar gangstéttir verið merktar rétt, góður póstur um þetta er 
hér: 
https://blog.mapbox.com/improving-sidewalks-globally-in-openstreetmap-216bf34cca22

Þetta er aðferðin sem við ættum að beita í stað þess einfaldlega að eyða 
gögnum sem eru nytsamleg og mikil vinna liggur á bakvið.

Ég vil heyra frá Tómasi Inga, gefa því 1-2 daga en eftir það fara fram á 
að DWG afturkalli allar þessar breytingar - svo getum við farið yfir 
hvort að gangstéttir séu rétt taggaðar.

--Jói

Þann 13.09.2017 00:35, Arni Davidsson reit:
> Mér finnst við þurfa að komast til botns í því hvort að það
> sé til bóta að hafa gangstéttir merktar inn á OSM upp á rötun.
> 
> Þegar maður skoðar erlend OSM kort þar sem maður þekkir til eru
> gangstéttir ekki merktar inná en stígar sem ekki liggja meðfram
> götum eru það. Gæti það verið svo að einn vandinn við rötun
> á Íslandi er þessi mikli fjöldi af gangstéttum sem
> rötunarvélarnar samþykkja ekki af einhverjum ástæðum? Hvort sem
> það er vegna þess að þær tengjast ekki inná götur eða eru
> ekki með gangbrautar merktar yfir götuna. Gæti verið að
> rötunarvélarnar virka þannig að hægt sé að ganga samsíða
> öllum götum eða hægt sé að merkja götur með tagi um
> gangstéttir=yes? Mér finnst okkur sárlega vanta leiðbeiningar um
> þetta efni.
> 
> Þann 12. september 2017 kl. 22:15 skrifaði Jóhannes Birgir Jensson
> <joi at betra.is>:
> 
>> Reyndar virðist hann hafa verið MUN stórtækari en þessar 70
>> þegar maður skoðar þetta!
>> 
>> 
> http://www.openstreetmap.org/user/T%C3%B3mas%20Ingi/history#map=12/64.1291/-21.8504
>> [4]
>> 
>> On 12.9.2017 22:12, Jóhannes Birgir Jensson wrote:
>> 
>>> Á Íslandi búum við svo vel að þar má hjóla á
>>> gangstéttum.
>>> 
>>> Rötunarvélar OSM skilja það yfirleitt ekki og forðast því
>>> gangstéttir þegar hjólaleiðir eru búnar til. Því höfum
>>> við kortlagt gangstéttir og sett bicycle=yes eða =permitted
>>> eða álíka.
>>> 
>>> Í dag eyddi Tómas Ingi út einum 70 slíkum í þessu
>>> changesetti
>>> 
>> 
> http://www.openstreetmap.org/changeset/51972351#map=13/64.1247/-21.8870
>>> [1]
>>> 
>>> og vísar þar í umdeilt skjal á Wiki. Röksemdin er sú að
>>> þá sé kortið fallegra...
>>> 
>>> Ég legg til að þessi breyting verði tekin aftur.
>>> 
>>> ---
>>> This email has been checked for viruses by Avast antivirus
>>> software.
>>> https://www.avast.com/antivirus [2]
>>> 
>>> _______________________________________________
>>> Talk-is mailing list
>>> Talk-is at openstreetmap.org
>>> https://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is [3]
>> 
>> _______________________________________________
>> Talk-is mailing list
>> Talk-is at openstreetmap.org
>> https://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is [3]
> 
> --
> Árni Davíðsson
> arnid65 at gmail.com
> 
> 
> Links:
> ------
> [1] 
> http://www.openstreetmap.org/changeset/51972351#map=13/64.1247/-21.8870
> [2] https://www.avast.com/antivirus
> [3] https://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is
> [4]
> http://www.openstreetmap.org/user/T%C3%B3mas%20Ingi/history#map=12/64.1291/-21.8504
> _______________________________________________
> Talk-is mailing list
> Talk-is at openstreetmap.org
> https://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is



More information about the Talk-is mailing list